Saga - 2006, Qupperneq 157
á Bjargi ómissandi heimild. Þar skiptir Magnús íslensku þjóðfélagi
upp í þrjár stéttir og nefnir þar fyrst til sögunnar „alla verðslega
embættismenn, sem hafa yfirboðunar eður dómaravöld á hendi,
máske líka lækna …“8 Það sem eftir stendur fyrir sagnfræðinginn
er að fá botn í hvað Magnús meinti með þessum orðum sínum. Eins
og Guðmundur Hálfdanarson hefur réttilega bent á, ber stéttgrein-
ing Magnúsar keim af því kerfi sem byltingarmenn í Frakklandi
nefndu „l’ancien regime“ eða gamla stjórnskipulagið eða lénskerfi.9
Í túlkun Guðmundar gegnir embættismannastétt Magnúsar hlut-
verki hins evrópska aðals og eins og hann bætir við stóðu klerkar
fyrir sínu sem stétt, en þriðju stéttina skipuðu þeir sem eftir stóðu
af þjóðfélaginu.10 Það er engin ástæða til að efast um þessa túlkun
Guðmundar á fræðum Magnúsar, svo langt sem hún nær, og ég tel
að allir geti tekið undir þá ályktun að Magnús hafi hér verið að
greina íslenskt samfélag út frá menningarheimi Evrópu.
En hvað meinar Magnús þegar hann segir „verðslegir embætt-
ismenn, sem hafa yfirboðunar- eður dómaravöld“? Samkvæmt
túlkun Guðmundar Hálfdanarsonar er hér um alla embættismenn
að ræða. En skilgreining Magnúsar Stephensens hlýtur að hafa
byggst á þeirri samfélagssýn sem hann hafði og þeim hugmynda-
heimi sem konunglegir embættismenn yfirstéttarinnar voru hluti af
í veldi Danakonungs. Hér leyfi ég mér að setja fram þá hugmynd
að endurskoða beri þá hugmynd að Magnús hafi átt við alla emb-
ættismenn. Skilgreining hans á „verðslegum embættismönnum,
sem hafa yfirboðunar- eður dómaravöld“, inniheldur til að mynda
tæplega hreppstjóra. Hér væri ekki úr vegi að tengja hugmyndir
Magnúsar betur við þær hugmyndir sem voru ráðandi á meðal
yfirstéttarinnar í Danaveldi á þessum tíma.11
Magnús Stephensen tilheyrði embættisaðli Danakonungs. Í rit-
dómi sínum gagnrýnir Guðmundur notkun mína á hugtakinu
noblesse de robe um embættismannaaðalinn, sem hann telur fátt eiga
sameiginlegt með hinum franska kjólaðli (GH, bls. 219). Það er
A Ð S N Í Ð A S É R V Ö X T E F T I R S TA K K I 157
8 Magnús Stephensen, Ræður Hjálmars á Bjargi fyrir börnum sínum um fremd, kosti
og annmarka allra stétta og um þeirra almennustu gjöld (Viðey 1820), bls. 8–9.
9 Guðmundur Hálfdanarson, „Íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“, Íslensk þjóðfé-
lagsþróun 1880–1990. Ritgerðir (Reykjavík 1993), bls. 13.
10 Guðmundur Hálfdanarson, „Íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld“, bls. 13.
11 Sjá t.d.: Einar Hreinsson, „,Noblesse de robe´ in a classless society. The mak-
ing of an Icelandic elite in the Age of Absolutism“, Scandinavian Journal of
History 30: 3/4 (2005), bls. 225–237.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 157