Saga - 2006, Page 159
fengu allir stiftamtmenn, biskupar og þeir með etatsráðstitil sæti í
þremur efstu flokkum rangaðalsins. Eftir 1793 bættust amtmenn í
þennan flokk. Sú venja komst á og er endurtekin í endurskoðun
laga árið 1808, að allir þeir sem bera titil stiftamtmanns og amt-
manns beri titil aðalsmanns og að tiltala beri fjölskyldur þeirra, þar
með talið syni, sem aðalsmenn.17
Magnús Stephensen gat skartað sínum aðalstitli þar sem hann
var sonur stiftamtmanns og féll þar með undir reglugerðina frá
1746; hann hlaut ennfremur titil justitsráðs (1800), titil etatsráðs
(1808) og titil konferensráðs (1816) sem kom honum í fyrsta flokk
rangaðalsins, sem gerði honum kleift að krefjast þess að vera ávarp-
aður „hans excellence“.18
Þá er það spurningin hvort sú staðreynd að hans excellence
Magnús Stephensen tilheyrði rangaðli konungs breyti því hvernig
ber að túlka orð hans. Stéttatal Magnúsar endurómar um margt
skrif Sorö-prófessorsins Andreas Schyttes frá árinu 1775 um rétt-
lætingu samfélagsskiptingar innan Danaveldis.19 Það sem vakti
fyrir Schytte var að réttlæta guðlega forsjón að baki stéttskipting-
ar. En ef marka má rannsóknir Peters Henningsens á því hvernig
túlka beri stéttarhugtakið hjá embættismönnum konungs á fyrri
hluta 19. aldar, ber að skoða það fremur sem starfslýsingu en sem
aðgreiningu á milli lögstétta, en þó sem hugtak sem fól í sér
menningarlega aðgreiningu frá almúganum.20 Í mínum huga er
afskaplega hæpið að Magnús Stephensen hafi ætlað sér að telja
með alla embættismenn á Íslandi er hann skiptir upp íslensku
samfélagi í Ræðum Hjálmars á Bjargi. Hreppstjórar, sem ekki urðu
konunglegir embættismenn fyrr en árið 1808, töldust líklega
fremur í augum aðalsmannsins Magnúsar til hins sauðsvarta al-
múga.
Þessar túlkanir á hugmyndum Magnúsar Stephensens tel ég
falla vel að þeim kenningum sem ég reyni að hafa að leiðarljósi í
A Ð S N Í Ð A S É R V Ö X T E F T I R S TA K K I 159
17 Kong Frederik den Siettes allernaadigste Forordning og aable Breve fra den
16de Martii 1808, til samme Aars Udgang. København, bls. 119–122. —
http://www.vigerust.net/adel/rangforordning_index.html (sótt 25.06.
2005). Forordning om rangen af 14. oktober 1746. — http://www.arkeliet.
net/sources/reglementer/Rangorningen_1746.htm (sótt 25.06.2005).
18 Einar Hreinsson, „Noblesse de robe in a classless society“, bls. 232.
19 Andreas Shytte, Staternes indvortes regiering 4 (København, 1789), bls. 21. —
Sjá Einar Hreinsson, „Noblesse de robe´ in a classless society“, bls. 232.
20 Peter Henningsen, „Det bestandige maskerade“, bls. 326.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 159