Saga - 2006, Síða 165
Rannsóknir Guðmundar er óþarfi að kynna en doktorsritgerð
Ólafs virðist hafa farið framhjá mörgum sagnfræðingum, til að
mynda Guðmundi ef marka má doktorsritgerð hans.34 Eitt af því
sem Ólafur hefur sérstaklega rannsakað er það sem hann kallar
„issue groupings“, þ.e. hvernig menn hafi skipt sér í flokka eftir
hverju málefni sem til umræðu var á alþingi. Þar kemur fram að
flokkadrættir hafi verið mun flóknari en svo að hægt sé að skipta
mönnum upp í konungkjörna og þjóðkjörna eins og stundum er
gert. Þessi skoðun fær svo stoð í rannsóknum Guðmundar Jónsson-
ar svo dæmi sé tekið.35 Þá benda rannsóknir Ólafs Ragnars til þess
að embættismenn hafi haft mun meiri virk pólitísk áhrif en Guð-
mundur vill halda fram í ritdómi sínum (GH, bls. 221–222). Þessi
fullyrðing mín fær ákveðinn stuðning í rannsókn Haralds Gustafs-
sons, Kommunal Frihet för nationell samling.36 Þessu til stuðnings má
ennfremur nefna að rannsóknir á gögnum stiftamtmanns, einkum í
tíð Hilmars Finsens, benda til þess að pólitískur áhrifamáttur emb-
ættismanna hafi oft verið meiri en máttur hins ráðgefandi alþingis.
Ýmislegt bendir til þess að í gegnum starf sitt sem stiftamtmenn og
amtmenn hafi háembættismennirnir getað beitt pólitískum þrýst-
ingi og þar með léð alþingi stuðning sinn eða beinlínis unnið gegn
áhrifum þess. Það vill stundum gleymast að alþingi var aðeins ráð-
gefandi. Grunnrannsóknir benda til þess að daufheyrst hafi verið
við málflutningi alþingis í Kaupmannahöfn ef embættismenn
stjórnsýslunnar léðu málinu ekki stuðning sinn.37 Í þessu er ef til
vill að finna rótina fyrir þessum misskilningi mínum og Guðmund-
ar Hálfdanarsonar; hann er að ræða um alþingi, en ég um pólitíska
menningu Íslands í heild sinni. Hér hefði ég vitaskuld átt að vera
skýrari í málflutningi.
Eitt atriði í gagnrýni Guðmundar veldur mér nokkurri umhugs-
A Ð S N Í Ð A S É R V Ö X T E F T I R S TA K K I 165
34 Lbs.-Hbs. Guðmundur Hálfdanarson, Old Provinces, Modern Nations. Polit-
ical responses to state integration in late nineteenth- and early twentieth-cent-
ury Iceland and Brittany, doktorsritgerð frá Cornell university 1991. — Lbs.-
Hbs. Ólafur Ragnar Grímsson, Political Power in Iceland, prior to the period
of class politics, 1845–1916, doktorsritgerð frá University of Manchester 1970.
35 Lbs.-Hbs. Guðmundur Jónsson, The State and the Icelandic Economy
1870–1930, doktorsritgerð frá London School of Economics, London 1991.
36 Harald Gustafsson, Kommunal frihet för nationell samling. Debatter om komm-
unalreformer i 1800-talets Norden (Stockholm 1987), bls. 17 og áfr.
37 ÞÍ. Skjalasafn Stiftamtmanns I. Bréfabækur 1853–1873. — Skjalasafn Lands-
höfðinga. Bréfabækur 1873–1875.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 165