Saga - 2006, Side 167
þó bent til þess að ég ætli ekki að standa við þessi orð mín. Ég tel
þó að ólíkar skoðanir okkar Guðmundar á túlkun sagnfræðilegrar
framvindu fyrr á tímum byggist á ólíkum viðhorfum til heimilda.
Vissulega gefur augaleið, að viðamiklar rannsóknir byggjast á tíma-
frekri heimildavinnu. Það er því mikilvægt fyrir sagnfræðinga að
geta treyst á eldri rannsóknir og þær niðurstöður sem þær gefa. Í
umfjöllun sinni um doktorsritgerð mína fullyrðir Guðmundur
Hálfdanarson að túlkun mín á heimildum stangist stundum ein-
faldlega á við staðreyndir og að ég fari með rangt mál. Nefnir hann
í því sambandi umfjöllun mína um sölu Skálholtsjarða um alda-
mótin 1800. Að þetta efni rataði inn í doktorsritgerðina stafar af því
að ég eyddi umtalsverðum tíma í rannsókn miðstjórnarvaldsins á
embættisfærslu Ólafs Stephensens stiftamtmanns árið 1803. Þessi
rannsókn leiddi í ljós að Ólafi voru settir þeir kostir að fara á eftir-
laun eða verða ella dreginn fyrir dóm.40 Ein þeirra afglapa sem
þótti sannað að Ólafur hefði framið var meint valdníðsla í sam-
bandi við sölu jarðarinnar Úthlíðar í Biskupstungum. Til að setja
málið í rétt samhengi taldi ég rétt að rekja jarðasöluna umræddu.
Sú umfjöllun byggðist ekki nema að litlu leyti á frumrannsóknum
frá minni hendi en þess í stað studdist ég við ritgerð eftir Guðmund
Hálfdanarson frá árinu 1980, sem þrátt fyrir að vera allrar athygli
verð, kom ekki á prent fyrr en í síðasta hefti Sögu.41 Í umfjöllun
minni reyndi ég að túlka rannsóknir Guðmundar eftir bestu sam-
visku. Í mínum huga voru rannsóknir Guðmundar hafnar yfir all-
an vafa og ekki spillti fyrir að við hana var stuðst í grein sem birt-
ist á prenti eftir Guðmund Jónsson, í ritrýndu erlendu tímariti. Í
grein hans „Institutional Change in Icelandic Agriculture 1780–
1940“, sem birtist í Scandinavian Economic Review árið 1993, segir
meðal annars um jarðasöluna: „Many of the best farms in the Skál-
holt land sale were bought by big landowners. The ten biggest bu-
yers, led by the bishop of Skálholt, his two brothers (a magistrate
and a provost) and the governor of Iceland, bought almost a quart-
er of all farms.“42 Í ritdómi Guðmundar um doktorsritgerð mína
A Ð S N Í Ð A S É R V Ö X T E F T I R S TA K K I 167
40 Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism, bls. 147–192.
41 Guðmundur Hálfdanarson, „Sala Skálholtsjarða. Fyrsta uppboð ríkiseigna á
Íslandi, 1785–1798“, Saga XLIII:2 (2005), bls. 71–97.
42 Guðmundur Jónsson, „Institutional Change in Icelandic Agriculture,
1780–1940“, Scandinavian Economic History Review XLI:2 (1993), bls. 120, neð-
anmálsgrein 51. Hér vísar Guðmundur í „Hálfdanarson, Sala Skálholtsjarða,
pp. 11–12“.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 167