Saga - 2006, Page 169
S VAVA R H Á VA R Ð S S O N
Þrælsótti
Hugleiðingar um minningar,
heimildir og skólasögu
Síðla dags þann 15. september 1982 var hátíðlegt um að litast á Eið-
um í Eiðaþinghá.* Fánar blöktu við hún og haustsólin sló gullinni
birtu sinni á byggingar þessa gamla menntaseturs Austfirðinga og
fagurt umhverfi þess. Lauf trjánna, í fjölskrúði haustlita, bærðist í
hlýrri haustgolunni á meðan hlátrasköll og fjörugar samræður
fjölda ungmenna og foreldra þeirra bergmáluðu á milli skólahús-
anna. Eftirvænting þeirra og tilhlökkun var allt að því áþreifanleg,
því að runninn var upp fyrsti dagur nýs skólaárs, þess 63. í sögu Al-
þýðuskólans á Eiðum. Nær allir viðstaddir voru í hátíðarskapi.
Mitt í þessari hátíð allri var drapplitaðri Mazda-bifreið ekið frá
skólanum. Í bifreiðinni sátu tveir gamlir Eiðanemar, hjón á besta
aldri, þau Hávarður Helgason og Svanhvít Björgólfsdóttir. Að öllu
jöfnu hefði brottför hjónanna ekki vakið neina sérstaka athygli ef
ekki hefði verið fyrir þá sök að smávaxinn drengur með eldrautt hár
hljóp eins hratt og fætur hans toguðu á eftir bílnum, kallandi í ör-
væntingu „ekki fara, ekki skilja mig eftir.“ Þrátt fyrir að heitt væri
beðið hélt bíllinn þó ferð sinni áfram og hvarf brátt sjónum.
Drengstaulinn gekk til baka, niðurlútur og með tárin í augunum,
inn á herbergiskytruna sem honum hafði verið úthlutað sem heim-
ili næstu átta mánuðina. Honum fannst hann hafa verið svikinn.
Svona byrjaði skólaganga mín, Svavars Hávarðssonar, við Alþýðu-
skólann á Eiðum.
Ástæðan fyrir þessari tilfinningasemi minni var einfaldlega sú,
að þrátt fyrir að hafa hlakkað til þess eins lengi og ég mundi eftir
mér að komast í Eiðaskóla, þá leist mér ekki á blikuna þegar á hólm-
inn var komið. Það sem ég upplifði fyrsta daginn var ekki að neinu
leyti eins og ég hafði gert mér í hugarlund. Ástæðan var sú að for-
eldrar mínir, eldri bróðir og reyndar allir sem höfðu dvalið á Eiðum
Saga XLIV:1 (2006), bls. 169–178.
* Þessi grein er byggð á erindi sem höfundur flutti á Landsbyggðarráðstefnu
Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Sagnfræðingafélags Íslands sem haldin var að
Eiðum í samvinnu við heimamenn dagana 3.–5. júní 2005.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 169