Saga - 2006, Blaðsíða 170
og ég þekkti til, höfðu sagt mér sögur frá Eiðum og hvers konar
paradís þessi staður væri. Á Eiðum hafði líf þessa fólks, að sögn,
breyst í einni svipan, frá því að vera í besta falli hversdagslegt yfir í
að vera spennandi ævintýr, eða þá ályktun hafði ég dregið af öllum
sögunum.
Þetta þarfnast nánari skýringar og víkur því sögunni aftur að
hjónunum sem skildu mig eftir á planinu í september 1982, foreldr-
um mínum.
I.
Þeirra saga héðan frá Eiðum er ástarsaga, saga sem ég var búinn að
heyra frá því ég mundi eftir mér. Þeirra fyrstu kynni voru fyrsta dag-
inn þeirra á Eiðum þegar móðir mín var að burðast upp þröngan
stiga á einni vistinni með tösku í hvorri hendi og gítar á bakinu. Fað-
ir minn, sem hafði komið nokkru fyrr í skólann, var á leiðinni niður
sama stiga á þessu augnabliki nema hvað hann var að flýta sér út úr
húsinu til að fara í fótbolta með félögum sínum á planinu fyrir fram-
an skólann. Eins og í öllum góðum ástarsögum, þá rakst faðir minn
á móður mína í stiganum með þeim afleiðingum að töskurnar henn-
ar opnuðust báðar og allt sem í þeim var, samviskusamlega straujað
og samanbrotið, dreifðist niður skítugan stigann. Þegar mamma átt-
aði sig á því hvað gerst hafði, sitjandi í stiganum með gítarinn í fang-
inu, stóð pabbi í fatahrúgunni miðri með aulalegan svip á andlitinu,
fótbolta í annarri hendi en undirfatnað móður minnar í hinni. Að
þeirra sögn var þetta ást við fyrstu sýn og líf þeirra varð aldrei samt,
þau urðu par nokkrum dögum seinna og mér hefur verið sagt svo
lengi sem ég man eftir mér að ég og systkini mín tvö séum staðfest-
ingin á því að Eiðar breyti sannanlega lífi fólks til hins betra, strax
fyrsta daginn. Ef þetta var ekki sönnun þess að ég hafði fullan rétt á
því að búast við miklu af skólavist á Eiðum, og þá líka fyrsta degin-
um mínum, þá hlaut saga bróður míns að taka af allan vafa.
Bróðir minn, sem er tveimur árum eldri en ég, hafði alltaf verið
öðruvísi en hinir krakkarnir heima á Stöðvarfirði. Hann tók það
fram yfir allt að liggja inni í rúmi og lesa vísindaskáldsögur og borða
brúnköku og hafði ekki áhuga á neinu sem ég taldi eðlilegt; hann
nennti t.d. ekki að spila fótbolta sem ég gat ekki skilið hvernig sem
ég reyndi. Hann var feitlaginn og þurfti að þola einelti vegna þess
og líka vegna þess að hann var öðruvísi á allan annan hátt sam-
kvæmt minni skilgreiningu. Í stuttu máli þá var ég ekki stoltur af
því að eiga hann fyrir bróður.
S VAVA R H Á VA R Ð S S O N170
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 170