Saga - 2006, Page 175
spritt sem við drukkum blandað í djús. Þessi neysla hafði sömu
áhrif, við eyddum meiri tíma ælandi í herbergisvaskana en við að
afla okkur virðingar skólafélaganna.
Seint og um síðir fengu flestir okkar þrælanna þó viðurkenningu
og það rann upp fyrir okkur, smátt og smátt, að við vorum ekki
lengur utangátta, við vorum ekki einstæðingar. Þetta tók okkur mis-
langan tíma en við áttuðum okkur á því að við vorum hluti af sér-
stæðu samfélagi sem hafði upp á mikið að bjóða sem kannski var
ekki auðfundið annars staðar. Flestir okkar dvöldu áfram á Eiðum í
eitt til tvö ár og þeir okkar sem lifðu það að verða annarsbekkingar
héldu uppi gömlum hefðum, ég sjálfur gerði það hugsunarlaust en
kannski blundaði í mér að ég hefði áunnið mér rétt til þess að njóta
yfirburða minna eins og margir sem þar höfðu dvalið áður. Góður
vinur minn, lögmaðurinn Jón Jónsson, vissi þetta ekki þegar ég gekk
inn á herbergið hans á Útgarði og sagði honum að frá og með þeim
degi væri hann mín eign. Hann reyndist mér vel, vann verk sín af
kostgæfni alla þá tíu daga sem hann gerði eins og honum var sagt
en eftir að vistarskyldu hans lauk kom í ljós að ég hlýt að hafa ver-
ið sanngjarn húsbóndi því að hann hefur reynst mér góður vinur
þrátt fyrir ánauðina.
III.
Það hefur margur maðurinn tekist á við það að rita skólasögu. Nálg-
unin er misjöfn á milli manna og hefða eins og gengur en oftar en
ekki er í öndvegi hin ytri hlið þeirrar sögu, þ.e. byggingar og um-
hverfi skólans og svo innri hliðin — skipulag og inntak stofnunar-
innar, þau markmið sem sett voru samkvæmt lögum og reglum og
mælanlegur árangur og áhrif út í samfélagið. Skóli sem samfélag fær
hins vegar yfirleitt ekki eins mikla athygli. Ármann Halldórsson,
sem var nemandi á Eiðum og um langt árabil kennari við skólann,
gerir heimavistarskóla sem samfélagi skil í einum kafla bókar sinnar
Alþýðuskólinn á Eiðum sem gefin var út á hundrað ára afmæli skólans
árið 1983. Hann segir um heimavistarskóla sem samfélag að það sé
hinn daglegi veruleiki virka daga og tyllidaga, sambúðarhættir
nemenda, kennara og annars starfsfólks, bæði milli og innan
þessara flokka, samband þeirra út á við, við sveitina í kring og
fjarlægari staði, umheiminn. Við bætist sambúð kynjanna í þess-
um skólum, þar sem þorri nemenda er nær tekt en tvítugu.1
Þ R Æ L S Ó T T I 175
1 Ármann Halldórsson, Alþýðuskólinn á Eiðum (Hólar 1983), bls. 104.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 175