Saga - 2006, Side 182
sjónlista; Gropius með hugsjón sinni um listmenntun, einingu sjón-
listanna og hagnýtingu vélarinnar í þágu hönnunar og nytjalista, Le
Corbusier með skrifum sínum um eðli byggingarlistar og sígild
mótunarlögmál í arkitektúr sem hann hagnýtti sér í meira mæli við
eigin formsköpun en aðrir frumherjar módernismans. Á þeim
grunni þróaði hann hugmynd að nýju alheimsmálkerfi, Le
Modulor, sem Hörður Ágústsson kynnti sem „gullinmát“ í Birt-
ingsgrein árið 1960.5 Sú staðreynd að Le Corbusier vann alla tíð
jöfnum höndum að myndlist og arkitektúr og skipti vinnudegi sín-
um í tvennt, var Herði mikilvægt fordæmi og hvatning til að rækta
sitt fjölþætta eðli.
Snemma á 6. áratugnum gekk Hörður Ágústsson til liðs við hóp
ungra íslenskra myndlistarmanna sem hófu að sýna verk í anda
svonefndrar strangflatarlistar. Í þeim hópi var hann sá sem mesta
áherslu lagði á samþættingu listar og handiðnaðar í anda Gropi-
usar og Bauhaus-skólans.6 Í tímaritsviðtali árið 1951 var Hörður tal-
inn „mestur „theoretiker“ allra okkar ungu myndlistarmanna, enda
hefur hann skrifað mikið um myndlist og flutt fyrirlestra.“7 Í sam-
ræmi við kenningar hollenska listmálarans Piets Mondrians var
það skoðun Harðar að strangflatarlist 20. aldar ætti ekki að tak-
markast við ramma málverksins og veggi listasafna heldur ættu
lögmál hennar að stýra sjónrænni mótun í daglegu umhverfi fólks.
Trúr þeirri hugsjón vann Hörður á 6. áratugnum samhliða mynd-
listinni að hönnun bóka, tímarita og auglýsinga. Hann teiknaði
íbúðarhús í módernískum anda sem stóðust samanburð við verk
helstu arkitekta, hannaði innréttingar, setti upp sýningar og veitti
ráðgjöf um litaval í fyrirtækjum og heimahúsum.
Er tímaritið Birtingur hóf göngu sína árið 1955 kom það í hlut
Harðar Ágústssonar að skrifa um „alþjóðlega byggingarlist“, en
hann átti sæti í ritstjórn blaðsins allt til ársins 1968.8 Það var nýmæli
að fjallað væri um arkitektúr í íslensku menningartímariti og efn-
inu gert jafnhátt undir höfði og bókmenntum, leiklist, myndlist og
tónlist. Í fyrstu grein sinni, „Byggingarlist“, sem birtist í 1. og 2.
P É T U R H. Á R M A N N S S O N182
5 Hörður Ágústsson, „Byggingarlist 8“, Birtingur, 3. hefti (1960), bls. 20.
6 Ólafur Gíslason, „Strangir fletir og stórir draumar“, Draumurinn um hreint form
/ Dream of pure form: Íslensk abstraktlist 1950–1960 (Reykjavík 1998), bls. 74.
7 Geir Kristjánsson, „Listaverk er eins og prentverk af mannlegum huga: viðtal
við Hörð Ágústsson listmálara“, Gandur 1 (1951) bls. 1.
8 Jakob F. Ásgeirsson, „Lambagras er alveg jafn merkilegt og suðræn rós“, [við-
tal], Morgunblaðið, 22. nóvember 1998.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 182