Saga - 2006, Page 184
þingi og lögin tóku gildi sumarið 1969, en segja má að þau marki
upphaf opinbers húsverndarstarfs á Íslandi.11 Á grundvelli laganna
tók húsafriðunarnefnd ríkisins til starfa árið 1970. Hörður Ágústs-
son átti sæti í nefndinni frá stofnun hennar til ársins 1995. Sjálfur
hefur Hörður rakið sögu nefndarinnar og þróun húsverndar í land-
inu með ítarlegum hætti í seinna bindi ritsins um Íslenska bygging-
ararfleifð.
Árið 1967 kom Þorsteinn Gunnarsson heim frá námi í Dan-
mörku, fyrstur íslenskra arkitekta með sérmenntun í endurgerv-
ingu gamalla bygginga. Sama ár var þeim Herði Ágústssyni falið að
vinna að húsakönnun í gamla borgarhlutanum í Reykjavík innan
Hringbrautar, þeirri fyrstu sem gerð var hér á landi.12 Samstarf
þeirra var Herði dýrmætur skóli en á þessum árum fór hann að
vinna að sjálfstæðum endurgervingarverkefnum auk rannsókna á
einstökum húsum.
Eftir að útgáfu Birtings lauk tók Hörður Ágústsson að rita grein-
ar um rannsóknir sínar í ýmis vísindarit. Ein fyrsta fræðilega rit-
gerð hans birtist í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1966 og fjall-
aði hún um klukknaportið á Möðruvöllum í Eyjafirði. Í tilefni af
ráðstefnunni Nordisk byggedag X, sem haldin var í Reykjavík árið
1968, ritaði Hörður yfirlitsgrein á dönsku um þróun íslenskrar
húsagerðar frá landnámi til 20. aldar.13 Í kjölfarið birtust fleiri grein-
ar eftir Hörð um íslenska húsagerðarsögu í erlendum fagritum um
arkitektúr, en á þeim tíma var lítið um aðgengilega texta um það
efni á öðrum málum en íslensku.
Árið 1968 tók Hörður Ágústsson við skólastjórn Myndlista- og
handíðaskóla Íslands. Gerði hann þá tímabundið hlé á húsarann-
sóknum og tók aftur til við myndlist.14 Í hönd fóru stormasamir
tímar í menntastofnunum um allan heim með 68-kynslóðinni svo-
nefndu. Einn angi þeirrar byltingar var barátta ungu kynslóðarinn-
ar gegn niðurrifi gamalla húsa. Nemendur við MHÍ voru fremstir í
hópi þeirra sem hófu skipulega baráttu fyrir verndun Bernhöfts-
torfunnar árið 1970. Sjálfur var Hörður manna virkastur í því and-
P É T U R H. Á R M A N N S S O N184
11 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð II. Varðveisluannáll 1863–1990
(Reykjavík 2000), bls. 21–23.
12 Sama heimild, bls. 195.
13 Hörður Ágústsson, „Islandsk byggeskik i fortiden“, Nordisk byggedag X
(Reykjavík 1968), bls. 21–37.
14 „Tískustefnur eru vaxtarbroddar nýrrar hugsunar“, [viðtal], Morgunblaðið 22.
nóvember 1983.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 184