Saga - 2006, Page 186
rit með myndum um þróun húsagerðar á Íslandi sem hann hafði
gert frumdrög að árið 1970 í tengslum við stofnum húsafriðunar-
nefndar. Ætlaði hann sér í fyrstu ár til verksins en brátt varð ljóst að
mun meiri tíma þyrfti til undirbúnings þess.21 Fleira varð til að tefja
verkið, ekki síst viðamiklar rannsóknir á horfnum kirkjum biskups-
setranna á Hólum og í Skálholti og útgáfur þeim tengdar í ritröð-
inni Staðir og kirkjur. Annað bindið í þeirri röð kom út árið 1989 og
nefndist Dómsdagur og helgir menn á Hólum.22 Viðfangsefni þess var
endurskoðun hugmynda um fjalirnar sem kenndar eru við Bjarna-
staðahlíð og Flatatungu í Skagafirði. Dr. Selma Jónsdóttir listfræð-
ingur hafði áður sýnt fram á í doktorsritgerð sinni að þær hefðu í
upphafi verið hluti af býsanskri dómsdagsmynd.
Eftir nákvæma skoðun á fjalabrotunum, myndefni þeirra og
ummerkjum um festingar komst Hörður að þeirri niðurstöðu að
dómsdagsmyndin væri ekki ættuð úr skála í Flatatungu heldur úr
Hóladómkirkju þeirri sem Jón biskup helgi Ögmundsson lét reisa
úr timbri á árunum 1108–1111.23 Greining Harðar á dómsdagsfjöl-
unum er án vafa eitt merkasta og frumlegasta afrek hans í sjón-
menntarannsóknum þar sem þverfagleg þekking hans á myndlist
og húsagerðarlist varð til þess að skapa nýja og óvænta sýn á rann-
sóknarefni sem þó hafði verið þaulkannað áður.
Í ritinu Skálholt. Kirkjur, sem út kom árið 1990, endurskapaði
Hörður Ágústsson horfnar kirkjur staðarins frá upphafi í formi tví-
víðra og þrívíðra teikninga á sama hátt og hann hafði áður endur-
gert þjóðveldisbæ í mynd líkans og raunverulegrar byggingar. Í
kjölfarið ritaði Hörður bók um skrúða og áhöld Skálholtskirkna,
þar sem hann var höfundur sex kafla en tveir voru eftir Kristján
Eldjárn.24 Áður hafði hann búið til útgáfu bindi um fornleifarann-
sóknir í Skálholti sem Kristján Eldjárn stýrði á árunum 1954–1958.
Loks ber að geta seinustu bókar Harðar í ritröðinni Staðir og kirkj-
ur, Laufás við Eyjafjörð – staðurinn, sem út kom síðla árs 2004.25
P É T U R H. Á R M A N N S S O N186
21 Morgunblaðið, 22. nóvember 1998.
22 Hörður Ágústsson, Dómsdagur og helgir menn á Hólum. Endurskoðun fyrri hug-
mynda um fjarlirnar frá Bjarnastaðahlíð og Flatatungu, Staðir og kirkjur 2
(Reykjavík 1989).
23 Ólafur Gíslason, „Dómsdagur í Hólakirkju“, Þjóðviljinn, 15. desember 1989.
24 Hörður Ágústsson, Skálholt. Kirkjur, Staðir og kirkjur 1 (Reykjavík 1990).
25 Hörður Ágústsson, Laufás við Eyjafjörð. Staðurinn, Staðir og kirkjur 3 (Reykja-
vík 2004).
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 186