Saga - 2006, Page 201
sumir á það sem helsta hlutverk ljósmyndarinnar að endurspegla
veruleikann í sinni skýrustu mynd á meðan aðrir sáu ljósmyndina
sem tæki til listrænnar tjáningar. Þannig skrifar höfundur sem kall-
ar sig G.H. í Vísi árið 1937: „Líklega byggir ekkert handverk jafn
mikið á rómantísku innsæi og staðbundnum skáldskap eins og ljós-
myndasmíðin — því handverk mun það teljast, þótt ekki sé það
fært öðrum en þeim, sem gæddir eru góðum hæfileika í meðferð
ljóss og skugga.“7 Annar greinarhöfundur skrifar þetta sama ár:
„Ljósmyndavélin er „sannorð og trú“. Hún segir okkur frá því, sem
„auga“ hennar sér. En til þess að hún sjái alt á réttan hátt og í réttu
ljósi, þarf snillingshönd að stjórna henni. Ólafur Magnússon er
listamaður.“8 Fyrir höfundinum stangast listrænir hæfileikar Ólafs
ekki á við viðleitnina til að miðla veruleikanum í sinni hreinustu
mynd, enda lítur greinarhöfundur svo á að listrænir hæfileikar
Ólafs njóti sín einna best þegar kemur að því að endurspegla veru-
leikann með því að handlita landslagsmyndirnar: „Ó.M. nær fjöl-
breytni litanna svo vel, að manni virðist ekki liggja í augum uppi,
að öllu lengra verði komist í því efni.“9 Þessi ónefndi greinarhöf-
undur leit svo á að Ólafur byggi yfir þeirri tækni sem nauðsynleg
væri til að draga upp raunsanna mynd af veruleikanum. Listrænir
hæfileikar ljósmyndarans voru fyrst og fremst metnir út frá tækni-
kunnáttu en ekki hæfileikanum til að skapa og birta okkur óvænta
sýn á veruleikann.
Tæki til að rannsaka veruleikann
Inga Lára Baldvinsdóttir bendir á að myndir Ólafs hafi haft mikil
áhrif á náttúrusýn þjóðarinnar. Ólafur ferðaðist mikið um hálendið
og leitaðist við að festa hið ónumda land á filmu, staði sem margir
landsmenn þekktu aðeins af frásögn. Ljósmyndir Ólafs eru „liður í
vakningu Íslendinga fyrir landinu og óbyggðum þess og tvinnast
þar saman náttúrudýrkun og þjóðerniskennd.“10 Þessi einkenni
koma skýrt fram á ljósmynd Ólafs af tveimur stúlkum við Flosagjá.
Landslagið á ljósmyndum Ólafs birtist oftast nakið og kulda-
legt, á einstaka myndum má sjá menn eða dýr, en tilgangur þeirra
D A U Ð A G R Í M U R O G R Ó M A N T Í K 201
7 Tilv. úr: Inga Lára Baldvinsdóttir, „Ljósmyndun Ólafs Magnússonar“, bls. 21.
8 Tilv. úr: Inga Lára Baldvinsdóttir, „Ljósmyndun Ólafs Magnússonar“, bls. 21.
9 Tilv. úr: Inga Lára Baldvinsdóttir, „Ljósmyndun Ólafs Magnússonar“, bls. 21.
10 Inga Lára Baldvinsdóttir, „Ljósmyndun Ólafs Magnússonar“, bls. 23.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 201