Saga - 2006, Qupperneq 207
eign. Að mati höfundar gefur þetta tilefni til að spyrja hvort í
Grágás sé að finna efni sem eigi rætur að rekja til eldri norræns rétt-
ar, það er að segja að í Grágás sé hreinlega um að ræða leifar af eldri
rétti sem horfinn sé úr hinum lögunum (bls. 67).
Það er ekki vandalaust að nota Grágás sem heimild eða vís-
bendingu um fornan rétt. Kunnugt er að lagasafnið hefur einnig að
geyma mörg ákvæði úr almennum kirkjurétti 12. og 13. aldar, og
mætti þar sérstaklega nefna ákvæði um hjúskap, sem þó ekki
útilokar að þar séu einnig vísbendingar um eldri hjúskaparrétt.3 Í
umræðunni um heimildagildi Grágásar er líklega ekki sérstaklega
árangursríkt að telja lagasafnið vera annaðhvort heimild um fornar
réttarreglur eða undir áhrifum frá yngri og jafnvel lærðari réttar-
reglum kirkjunnar.4 Miklu nær þykir mér að líta á safnið í heild
sinni sem flókna blöndu hvors tveggja, bæði eldri og yngri ákvæða.
Og oft er býsna erfitt að tímasetja nákvæmlega lagaákvæðin eins og
kunnugt er. Í þessu samhengi þykir mér Bo Ruthström hafa góðar
tilgátur sem geta varpað nýju ljósi á hvernig megi nota Grágás sem
heimild. Hann telur að þó að margt í Grágás megi rekja til 12. og 13.
aldar réttarfars, þá þurfi það ekki að útiloka að lögin geymi einnig
vitnisburð um eldri tíma (bls. 97). Blönduna má hugsanlega skýra
Þ R Ó U N E I G N A R R É T TA R Á M I Ð Ö L D U M 207
3 Um þetta hef ég skrifað töluvert, sjá til dæmis grein frá árinu 1999: Agnes S.
Arnórsdóttir og Thyra Nors, „Ægteskabet i Norden og det europæiske per-
spektiv. Overvejelser om især danske og islandske normer for ægteskab i 12.
og 14. århundrede“, ritstj. Kari Melby, Anu Pylkkänen og Bente Rosenbeck,
Ægteskab i Norden fra Saxo til i dag (København 1999), bls. 27–54. Sjá einnig skrif
Sveinbjarnar Rafnssonar, „Þorláksskriftir og hjúskapur á 12. og 13. öld“, Saga
XX (1982), bls. 114–129 og „Forn hrossreiðalög og heimildir þeirra. Drög til
greiningar réttarheimildar Grágásar“, Saga XXVIII (1990), bls. 131–148.
4 Í þessu samhengi má benda á mismunandi skoðanir íslenskra sagnfræðinga á
Grágás sem heimild. Sjá: Gunnar Karlsson, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðs-
manna í þjóðveldi Íslendinga (Reykjavík 2004), bls. 28 og áfr. Þar gerir Gunnar
fremur lítið úr því sem hann kallar „atlögur“ Sveinbjarnar Rafnssonar og Jóns
Viðars Sigurðssonar að Grágás, en Sveinbjörn og Jón hafa báðir reynt að færa
rök fyrir að í Grágás sé að finna áhrif frá lærðum evrópskum rétti. Sjá til dæmis
grein Sveinbjarnar Rafnssonar, „Forn hrossreiðalög og heimildir þeirra. Drög
til greiningar réttarheimildar Grágásar“, Saga XXVIII (1990), bls. 131–148, og í
doktorsritgerð Jóns Viðars Sigurðssonar, Chieftains and power in the Icelandic
commonwealth, translated by Jean Lundskær-Nielsen (Odense 1999).
Skoðanaskipti Gunnars og Jóns Viðars snúast að miklu leyti um heimildagildi
Grágásar um stjórnarhætti þjóðveldisins, en Sveinbjörn beinir athyglinni meira
að áhrifum kirkjuréttar á einstök ákvæði Grágásar.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 207