Saga - 2006, Page 208
með að lögin hafi upphaflega hreinlega verið skráð fyrr en annars
staðar á Norðurlöndunum, sbr. Hafliðaskrá, elsta handrit Grágásar,
sem talin er hafa verið skráð árið 1117. En þar sem varðveitt handrit
eru öll uppskriftir frá seinni tímum og meginstofninn frá 13. öld, þá
hafi líklega bæði gömlu hugtökin varðveist og nýrri hugmyndir
náð að komast með í uppskriftirnar (bls. 76). Því telur Bo
Ruthström að þrátt fyrir að í Grágás megi finna ákvæði sem geti
hafa verið undir einhverjum áhrifum frá suðlægari slóðum, þá sé í
lögunum einnig að finna málfarslegar vísbendingar um eldri rétt.
Þannig telur hann til dæmis að hugtökin fé í merkingunni eignir
almennt og land í merkingunni fastar eignir, sem finnast í Grágás,
geti endurspeglað elstu málfarstilbrigði um eignarrétt á Norður-
löndum (bls. 90).
Eitt af lykilviðfangsefnum bókarinnar er að útskýra hvernig
aðgreiningin í fastar og lausar eignir komst inni í norrænan rétt.
Hugtakaparið á upphaflega rætur sínar að rekja til Rómaréttar. Í
kirkjuréttinum, Corpus Iuris Canonici, finnast hugtökin í formunum
res mobiles og immobiles. Þessi hugtök voru tekin upp í kirkjurétt
snemma á miðöldum frá rómverskum lögum, sér í lagi Corpus Iuris
Civilis frá 6. öld (bls. 97). Bo Ruthström dregur þá ályktun að þessi
skilningur á eignarrétti hafi ekki þekkst á Norðurlöndunum fyrr en
á 12. öld. Hugtakið land hafi því upphaflega ekki haft sömu
merkingu og fastar eignir út frá rómverskum hugsunarhætti, held-
ur hafi það haft mun víðfeðmari merkingu. Sé hugtakið skoðað í
samsettum myndum eins og til dæmis í hugtakinu landnám gefur
það vísbendingu um að það hafi ekki bara upphaflega þýtt föst
eign, í andstöðu við lausar eignir, heldur þýtt „mark for odling“
sem á íslensku verður líklega best þýtt sem beitiland eða ræktanlegt
land eða jafnvel landsvæði.
Bo Ruthström segir að við hlið hins rómversk-kanóníska hug-
takakerfis hafi fundist önnur skilgreining á eignarréttinum sem
tengd var merkingu hugtakanna bú eða ból, og ætt.
Bolet eller boet, dvs. hemmanet med tomt och de på denna
stående husen var något fast i tillvaron. Det var dessutom i sin
tur i egenskab af arvejord, knutet till ätten. Till bolet hörde
boskap och växande gröda, men också vad som frambragts på
gården genom arbete. Det var det till ätten knutna bolet, lant-
gården, med dess brukare, som produktiv, avkastande enhet
som uppfattades som „det fasta“. Till detta hörde då vad som
avkastats, det hemfödda och det hemgjorda. Sådant som inte
A G N E S S. A R N Ó R S D Ó T T I R208
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 208