Saga - 2006, Side 212
hafa áhrif á norræna fornbréfagerð og þessara áhrifa er farið að
gæta snemma á 12. öld. Latnesk hugtök voru þó ekki notuð beint
heldur höfðu þau áhrif á merkingu þekktra hugtaka um eignir, svo
sem á hugtökin land, laus, eyrir og bofæ. Merking þessara hugtaka
breyttist einfaldlega vegna áhrifa frá kanónískum rétti. Þá fengu
önnur hugtök merkingu sem beint má rekja til latneskra hugtaka.
Þannig varð latneska hugtakið res að koster eða munir, latneska
heitið terra varð að iorþ og possessio varð að eighn.
Rannsóknin í stærra samhengi
Það er mikill fengur að þessari rannsókn Bo Ruthströms um
eignarhugtök í lagahandritum miðalda. Athyglinni er beint að
afmörkuðu efni, en lögin öll nýtt til hlýtar með samanburðar-
rannsókn. Hér er þráðurinn að hluta til tekinn upp frá réttar-
sögufræðingum 19. aldar, en þó er töluverðu aukið við. Hið nor-
ræna efni er sett í víðara evrópskt samhengi en áður hefur verið
gert, og á ég þar einkum við að metin eru áhrif Rómaréttar í gegn-
um kanónískan rétt á norræna löggjafarstarfsemi á miðöldum.
Rannsóknir 19. aldar fræðimanna, eins og til dæmis hins þýska
Konrads Maurers og norska Ebbe Hertzbergs, standast í mörgu
tilliti tímans tönn, en bera þess þó merki að hafa verið skrifaðar
innan þjóðarsögurammans. Þeim var kannski fremur ætlað að
skýra upphaf hinna ýmsu þjóðríkja en að vera rannsóknir á al-
mennri réttarfarslegri þróun mismunandi svæða í Norður-Evrópu.8
Segja má að Bo Ruthström taki því hér að nokkru upp gamla þræði
en gefi þeim þó nýjan búning, þar sem verulegur hluti af
rannsókninni fjallar um að skýra hvernig einmitt kirkjan náði að
hafa áhrif á norræna réttarhugsun. Töluvert hefur gætt svipaðra
tilrauna innan norrænnar réttarsögu undanfarið og má þar sérstak-
lega nefna rannsóknir á norskum lögum í evrópsku samhengi.9 Hið
A G N E S S. A R N Ó R S D Ó T T I R212
8 Dæmi um rannsóknir þeirra eru: Ebbe Hertzberg, „De gamle loves mynding“,
Christiania videnskabs — selskabs forhandlinger (Christiania 1889), 1–51, og
Konrad Maurer, Die Bekehrung des norwegischen Stammes zum Christenthume in
ihrem geschichtlichen Verlaufe quellenmässig geschildert, vol. 1–2 (Osnabrück
1855–1856), og Konrad Maurer, Udsigt over de nordgermaniske retskilders historie
(Christiania 1878).
9 Sjá til dæmis: Lars Ivar Hansen, „The Consept of Kinship According to the
West Nordic Medieval Laws“, How Nordic are the Nordic Medieval Laws
(Copenhagen 2005), bls. 170–231 og í sömu bók grein Tore Iversen, „Property
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 212