Saga - 2006, Page 219
Veturliði Óskarsson, MIDDELNEDERTYSKE LÅNEORD I IS-
LANDSK DIPLOMSPROG FREM TIL ÅR 1500. Bibliotheca Arna-
magnæana XLIII. Ritstj. Finn Hansen og Jonna Louis-Jensen. C. A.
Reitzels Forlag. Kaupmannahöfn 2003. 432 bls. Heimildaskrá, flokkuð
orðaskrá, orðaregistur og skammstafanaskrá.
Þetta er mikil bók á fimmta hundrað síður, en sjálfur textinn er rúmlega 350
síður. Bókin er skýrlega upp sett og orðalistar oft hafðir í töfluformi. Aftast
eru orðaskrá flokkuð eftir efni, skammstafanaskrá, heimildaskrá og loks
orðaregistur. Ritgerð þessi var varin til doktorsprófs við Uppsalaháskóla 6.
júní 2001, en er nokkuð breytt frá upphaflegri gerð. Markmið bókarinnar er
málfræðilegt og þess vegna er meginhluti hennar um slík efni. Í upphafi er
gerð grein fyrir tímabilinu, sem bókin fjallar um, og heimildum ritgerðar-
innar, sem hefur m.a. verulegt gildi fyrir sagnfræðinga.
Efnisafmörkun bókarinnar vekur athygli, því að aðeins eru rannsökuð
lágþýsk tökuorð í íslensku skjalamáli fyrir 1500. Rannsóknin beinist því að
mjög afmörkuðu efni, þar sem orðaforði hlýtur að vera fremur fábreyttur
og efnið getur því ekki gefið nema mjög takmarkaða mynd af orðaforða
málsins og ógetið hlýtur að vera um mörg lágþýsk tökuorð í öðrum grein-
um. Ástæðan fyrir því að orðaforði einmitt þessara texta var rannsakaður
hefur örugglega verið sú, að fornbréf eru útgefin í Íslenzku fornbréfasafni og
útgáfu Stefáns Karlssonar í Islandske originaldiplomer indtil 1450 á fornbréf-
um varðveittum í frumriti. Heimildir um íslenskt mál á fyrri öldum eru
þess eðlis, að aldrei verður hægt að fá nema mjög takmarkaða mynd af
orðaforðanum fyrrum. Orð geta verið miklu eldri í málinu en heimildir
segja til um.
Þetta leiðir hugann að því hvernig staðið hefur verið að útgáfu Íslenzks
fornbréfasafns og annarra texta frá lokum miðalda. Á meðan Íslendingar
stóðu í sjálfstæðisbaráttunni við Dani söfnuðu þeir af miklum dugnaði til
útgáfu þess, enda höfðu þeir þá styrk af dönsku fé. Þegar fullveldi var náð
og Íslendingar fengu ekki lengur danskan styrk til útgáfunnar var hætt að
safna, en haldið áfram að gefa út þangað til Ísland varð lýðveldi. Þegar svo
langt var komið hættu Íslendingar að gefa út bréf skrifuð á Íslandi, en ein-
beittu sér að skjölum sem skrifuð höfðu verið erlendis í Englandi og
Þýskalandi. Þá var komin ný stefna í fræðunum, allt þurfti að setja „inn í
evrópskt samhengi“ og þá er ekki alltaf verið að hugsa um hvernig aðstæð-
ur voru á Íslandi. Fyrir vikið er oft reynt að setja íslenskar aðstæður í evr-
ópskt samhengi án þess að nægjanlega hafi verið rannsakað hvernig málin
voru í raun hérlendis og fyrir vikið verður niðurstaðan oft yfirborðsleg eða
beinlínis röng. Einnig má athuga með útgáfur annarra texta frá svipuðum
tímum. Mikið er óútgefið af rímum og útgáfa Jóns Helgasonar á Íslenzkum
miðaldakvæðum hefur ekki verið orðtekin fyrir neina orðabók, útgáfunni
varð ekki lokið, veraldlegu kvæðin eru enn óútgefin. Frá sama tíma er
margt óljóst um óbundið mál, svo ekki sé talað um bundið mál eftir siða-
R I T D Ó M A R 219
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 219