Saga - 2006, Qupperneq 226
Sarah Bakewell, THE ENGLISH DANE. A LIFE OF JORGEN JOR-
GENSON. Chatto & Windus. London 2005. 324 bls. Myndir, kort, til-
vísana-, heimilda- og atriðisorðaskrá.
Sarah Bakewell, JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR. ÆVI-
SAGA. Björn Jónsson þýddi. Skrudda. Reykjavík 2005. 280 bls. Mynd-
ir, kort, heimilda- og atriðisorðaskrá.
Ragnar Arnalds, ELDHUGINN. SAGAN UM JÖRUND HUNDA-
DAGAKONUNG OG BYLTINGU HANS Á ÍSLANDI. SÖGULEG
SKÁLDSAGA. JPV útgáfa. Reykjavík 2005. 268 bls.
Árið 1812 skrifaði Sir George Mackenzie, sem sótti Ísland heim sumarið
1810, stutta frásögn um „Íslensku byltinguna 1809“ sem viðauka í annarri
útgáfu ferðabókar sinnar Travels in the Island of Iceland during the Summer of
the Year 1810. Hann lauk frásögninni með því að segja að byltingin „will
soon be forgotten; even, perhaps, in the country where it happened.“ Ekki
hefur hann reynst sannspár og til marks um það komu út tvær bækur um
Jörgen Jörgensen, betur þekktan hér á landi sem Jörund hundadagakon-
ung, um síðastliðin jól. Frá því að Jörgensen varð fyrst að fréttaefni í dag-
blöðum haustið 1809 hefur ekkert lát verið á vinsældum hans og virðist
áhugi manna á honum raunar fara vaxandi ef eitthvað er. Englendingar,
Danir, Íslendingar og ekki síst Ástralar hafa ritað um hann skáldsögur, ævi-
sögur, barnabækur, tímaritsgreinar, leikrit, kvæði og jafnvel söngleik, sem
sýndur var í íslenska sjónvarpinu á sínum tíma. Tvívegis hef ég verið köll-
uð á fund kvikmyndagerðarmanna til skrafs og ráðagerða en þó bólar ekki
enn á Jörundi á hvíta tjaldinu.
Jörgensen var sextugur er hann dó. Hann dvaldi á Íslandi í fimm mán-
uði, frá komu skipsins Clarence í janúar 1809 og fram í mars og svo í níu vik-
ur það sumar. Það er síðari dvöl hans hér á landi sem hefur gert hann
ódauðlegan í huga þjóðarinnar.
Þær tvær bækur sem hér eru til umfjöllunar eru mjög ólíkar, þótt kápur
þeirra séu áþekkar. Bók Söru Bakewell er ævisaga studd tilvísunum í frum-
heimildir og fræðirit en bók Ragnars Arnalds er „söguleg skáldsaga“ eins
og stendur skilmerkilega á kápu hennar og forsíðu.
Fyrst verður bók Söru Bakewell tekin til umfjöllunar. Bók hennar er ætl-
uð upplýstum almenningi frekar en fræðimönnum. Það má lesa af undir-
titlinum A Story of Empire and Adventure from Iceland to Tasmania og því að
tilvísanir í heimildir eru ekki númeraðar heldur settar aftast með tilvísun-
um í blaðsíðutölu sjálfs textans í því skyni að trufla ekki lesandann. Þetta er
frekar hvimleitt fyrir fræðimenn og ljóst er að sums staðar vantar tilvísanir
(t.d. á bls. 103 þar sem ekki er hægt að komast að því hver „the modern
commentator“ er). Þær villur sem finnast í heimildaskrá benda til þess að
R I T D Ó M A R226
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 226