Saga - 2006, Page 227
höfundurinn hafi ekki sjálfur kannað allar heimildirnar en stuðst við rann-
sóknir annarra, enda ólæs á íslensku.
Ævisaga Söru samanstendur af fjórtán köflum og fjalla tveir þeirra um
dvöl Jörgensons, eins og hann er kallaður í þessari bók, á Íslandi. Frásögnin
er fjörug og afskaplega skemmtileg aflestrar, þótt þessir kaflar hafi fátt nýtt
að geyma fyrir íslenska fræðimenn. Ekki er farið út í sagnfræðilegar vanga-
veltur en skoðun höfundar á umdeildasta atriðinu — orsökum byltingarinn-
ar — er skýr. Hún telur hvorki Banks né bresku ríkisstjórnina hafa átt
nokkurn þátt í byltingunni (bls. 78, 87 neðanmáls), að ábyrgðin hvíli á herð-
um Phelps (bls. 108) og að Jörgenson hafi verið valinn til að stjórna Íslandi
af því að hann var Dani (bls. 88). Spurningin sem erlendir áhugamenn velta
þó alltaf fyrir sér er hvort Jörundur hafi verið konungur Íslands og telur
Sarah hann hafa tekið sér konungsnafn í yfirlýsingunni 11. júlí 1809 þar sem
hann notar hið konunglega „Vi“, þótt hann hafi aldrei beinlínis kallað sig
„King“ (bls. 101). Þrátt fyrir það var fyrirsögn ritdómsins sem birtist um
bókina í The Sunday Times „His Icelandic Majesty“, og virðist ómögulegt að
koma útlendingum í skilning um að Jörgen Jörgensen kallaði sig aldrei kon-
ung Íslands. Hann var verndari Íslands og hæstráðandi til sjós og lands.
Yfirleitt er stuðst réttilega við heimildir. Það er helst þegar Sarah hætt-
ir sér inn á hála braut fullyrðinga um ýmislegt í tengslum við Íslandssög-
una sem hægt er að vera henni ósammála. Hún skrifar t.d. „Iceland is very
alone.“ (bls. 69); „In the early 1800s, no nationalist feeling had yet devel-
oped, in the proper sense of the term … the world beyond Iceland was mere-
ly a vague and not very interesting rumour.“ (bls. 71); að „Enlightenment-
flavoured ideas [were] still alien to Iceland.“ árið 1809 (bls. 95) og „for the
most part they [the Icelanders] weren´t sure what a revolution was, or what
national independence or liberation were.“ (bls. 99). Að mínu mati var Ís-
land oftast í góðum tengslum við Evrópu, talsverða þjóðernistilfinningu er
að finna í Almennu bænarskránni frá 1795 (án þess að fara lengra aftur í Ís-
landssöguna) og þar er hótað uppreisn verði kóngur ekki við óskum lands-
manna. Með Magnús Stephensen í fararbroddi var búið að innleiða Upp-
lýsinguna býsna rækilega og í fyrsta hefti Minnisverðra tíðinda, sem kom út
1796, var að finna langa frásögn Magnúsar um frönsku stjórnarbyltinguna.
Tímaritið, þar sem hugmyndafræði frönsku byltingarmannanna voru gerð
góð skil, var gefið út í þúsund eintökum og má ætla að það hafi borist inn
á flest íslensk heimili. Íslendingar voru ávallt þyrstir eftir fréttum frá um-
heiminum sbr. annála og frásagnir í Íslenskum sagnablöðum og Klausturpóst-
inum, þó að síðasttalin rit hafi ekki hafið göngu sína fyrr en stuttlega eftir
byltingu.
Þá er ég ósammála Söru um að breska stjórnin hafi aðeins einu sinni
sýnt áhuga á að innlima Ísland, þ.e. í nóvember 1807 (bls. 76). Mér virðist
augljóst að innlimun Íslands hafi einnig komið til tals snemma árs 1801. Á
einum stað (bls. 77) ruglar hún saman heimildum frá 1801 og 1807. Í ritinu
R I T D Ó M A R 227
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 227