Saga - 2006, Blaðsíða 228
má finna nokkrar minniháttar villur sem skipta litlu máli, og má sem dæmi
nefna að talað er um Weste — í stað Westy — Petræus, að Ólafur Stephen-
sen hafi átt tvo syni þegar hann átti þrjá og að Ólafur og Banks hafi skrifast
á á latínu (bls. 91) þegar Ólafur skrifaði iðulega á dönsku og hefur augljós-
lega treyst því að Banks hafi fengið bréf hans þýdd. Það er ívið alvarlegra
að lýsa því yfir að Íslendingar hafi álitið kviðdóm „the essence of democrat-
ic freedom“ (bls. 245). Að lokum fæ ég ekki skilið af hverju hún skrifar alltaf
Frédérik á hálfgerða franska vísu, hvort sem hún er að tala um Frederik
Christopher Trampe greifa eða núverandi krónprins Dana.
Frásögn Söru af ævi Jörgensons fram að Íslandsferðinni er virkilega
áhugaverð, (þessi skóladúx sigldi umhverfis jörðina fyrstur Dana og lenti í
ótal ævintýrum) en þó einkum umfjöllun hennar um ævi hans í Tasmaníu,
þar sem hann lést í Hobart í byrjun árs 1841. Þar kemur margt nýtt fram,
enda Sarah Bakewell nánast á heimaslóðum, alin upp í Ástralíu. Áhugavert
er að kynnast umræðunni um frumbyggja Tasmaníu og samskipti Jörgen-
sons við þá og sérstaklega gaman að lesa um stormasamt hjónaband Jörg-
ensons og Noruh Corbett, drykkfellds glæpakvendis frá Írlandi sem var
talsvert yngri en hann. Það mun sennilega koma mörgum íslenskum fræði-
mönnum á óvart að Jörgenson gerðist áhugasamur málvísindamaður með
aldrinum og kynnti sér og skráði upplýsingar um tungumál innfæddra.
Rannsóknir hans hafa verið gefnar út í Ástralíu (bls. 236). Bók Söru Bake-
well er sérlega vel skrifuð, hefur fengið jákvæða dóma í mörgum virtum
blöðum og er nú komin út í kilju þannig að útbreiðsla þessarar ævisögu
Jörgens Jörgensons verður mikil og er það vel.
Íslensk þýðing Björns Jónssonar á bók hennar Jörundur hundadagakon-
ungur er mjög vönduð og ekkert nema gott um hana að segja. Hins vegar
er þeim þrjátíu blaðsíðum sem hafa að geyma tilvísanir í heimildir einfald-
lega sleppt og er það stór galli á útgáfunni frá sjónarmiði sagnfræðinnar.
Því getur verið nauðsynlegt að styðjast við ensku útgáfuna, en íslenska
útgáfan hefur þó aðra kosti — búið er að leiðrétta villur í heimildaskrá (t.d.
Inði verður Indriði) einkum í tengslum við íslensk rit (þó er Páll Eggert
áfram Ólasson) og sumar upplýsingar hjá Söru sem eru úreltar, t.d. að
stjórnarráðið hýsi nú skrifstofu forseta Íslands (bls. 82), hafa verið leið-
réttar.
Þá er komið að sögulegri skáldsögu Ragnars Arnalds Eldhuginn. Sagan
um Jörund hundadagakonung og byltingu hans á Íslandi. Ljóst er að hún verð-
ur ekki dæmd eftir lögmálum sagnfræðinnar, enda um að ræða skáldsögu
handa almenningi. Stíllinn er lipur og orðalag auðskiljanlegt samtíma-
mönnum og má sem dæmi nefna að Trampe stiftamtmaður er látinn segja:
„Þetta plagg er hér með núll og nix.“ (bls. 76).
Ég er þeirrar skoðunar að ábyrgð þeirra manna sem skrifa „sögulega“
skáldsögu, sé meiri en ábyrgð þeirra sem skrifa skáldsögu sem sprettur
beint úr huga þeirra. Ábyrgðin er meiri því hún mun hafa áhrif á sögu-
vitund fólks. Í heild má þó segja að Ragnar fylgi í meginatriðum þeirri
R I T D Ó M A R228
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 228