Saga - 2006, Page 229
sögutúlkun sem auðvelt er að samsinna, t.d. þegar Phelps segir: „Við tók-
um völdin til að koma af stað viðskiptum og afla lýsis og tólgar.“ (bls. 163),
að það sem hafi vakið fyrir Jörundi sé þörfin á „að rífa þjóðina upp úr
aldalangri stöðnun og fátækt.“ (bls. 204), ekki fer á milli mála að Jörundur
hafði ekki umboð bresku stjórnarinnar (bls. 223) og loks þegar Jörundur
segir svo ekki verði um villst „Ég er ekki kóngur fyrir tvo aura.“ (bls. 225).
Það sem kom mér hins vegar á óvart var m.a. að hlutverk Savignacs í
aðdragandanum að ferð Clarence er sleppt, að Nott skipherra á herskipinu
Rover er aldrei nefndur á nafn og að Trampe greifi er ávallt kallaður land-
stjóri en aldrei stiftamtmaður sem er hans rétti titill í Íslandssögunni. Mest
var ég þó hissa á túlkun Ragnars á persónu Guðrúnar Einarsdóttur John-
sen, hundadagadrottningarinnar svokölluðu. Talsverðar heimildir eru til
um hana og tvær greinar hafa verið ritaðar tiltölulega nýlega: „Hunda-
dagadrottningin. Bréf frá Íslandi: Guðrún Johnsen og Stanleyfjölskyldan frá
Cheshire, 1814–16“ eftir Andrew Wawn í Sögu 1985 og grein mín „Hunda-
dagadrottningin heldur út í heim 1812–14“ sem kom út í Kvennaslóðum
2001. Í bók Ragnars er þessi ævintýrakona hér í splunkunýju hlutverki og
afar sérkennilegu miðað við það sem um hana er vitað. Hún er einhvers
konar „Þuríður formaður“ sinnar samtíðar, stöðugt róandi á miðin („Guð-
rún settist við stýri og skipaði fyrir“ (bls. 51, 95 og víðar) með móður sinni
og bræðrum (hún átti bara systur samkvæmt manntölum) og færandi Jör-
undi fisk. Síðan fer hún í hlutverk hestasveins í norðurreið Jörundar. Jör-
undur verður strax skotinn í henni, en hún rígheldur í „meydóminn“ (bls.
164) og það er ekki fyrr en Jörundur er búinn að biðja hennar skammt frá
Geysi, bónorð sem hún þiggur, að þeim „héldu…engin bönd“ (bls.
190–191). Hér er ekki sú Guðrún á ferð sem Espólín lýsir í Árbókum sínum
(XII. deild. 10. hluti, bls. 46) eða aðrir samtímamenn.
Loks verður að taka fram að þótt Guðrún sé í bókinni látin hætta við að
fara til Englands með Jörundi og með „tíð og tíma urðu bréfaskipti þeirra
slitróttari og þar kom að tengsl þeirra rofnuðu endanlega.“ (bls. 265), þá er
staðreyndin sú að Guðrún fór til Englands og hitti Jörund á ný en ástir tók-
ust ekki í það sinn.
Fyrst Guðrún er orðin svona hversdagsleg vantar skáldið glæsikonu og
finnur hana í Frú Annabel Vancouver (sem er sú sem missti hárkolluna í
frægri teikningu eftir Jörund) sem gift er „vísindamanninum“ eða „fræði-
manninum William“ Vancouver. Sá Vancouver sem var hér með Phelps var
bróðir hins þekkta landkönnuðar George Vancouvers, en hann átti bræð-
urna Charles og John og mun sá fyrrnefndi hafa verið á Íslandi 1809 (en
þetta er samt ekki sá Charles Vancouver sem Sarah lýsir víða en þeim er oft
ruglað saman). Frú Vancouver var „lagleg kona með mikið og forkunarfrítt
hár, þéttholda og íturvaxin.“ (bls. 58) og gengur um þegar veður leyfir „í
þunnum kjól með hárið slegið um naktar axlirnar.“ (bls. 164). Þeir falla all-
ir fyrir henni: Jörundur, Jones og meira að segja Hooker grasafræðingur
lendir í klóm hennar. Þriðja kvenpersónan í bókinni er svo greifynjan,
R I T D Ó M A R 229
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 229