Saga - 2006, Síða 233
Þóra var í nánari tengslum við útlenda ferðamenn en flestar íslenskar kon-
ur. Hún kynntist teikningum þeirra, ljósmyndum og skrifum um Ísland
allt frá barnæsku, og síðar meir sem leiðsögumaður og ferðafélagi manns
síns Þorvaldar Thoroddsens náttúrufræðings. Skissubækur hennar væri
því tilvalið að skoða í samhengi við erlenda skissubókahefð, myndgerð er-
lendra manna á Íslandi, ljósmyndir, prentmyndir og málverk. Náttúru-
stemmningar Þóru bíða nánari rannsókna. Þræddi Þóra hefðbundna ferða-
mannastaði eða kom hún fram með ný myndefni? Hrafnhildur segir Þóru
hafa teiknað á Þingvöllum síðsumars 1874 og er það forvitnilegt, einkum
ef haft er í huga að það sumar var efnt til þjóðhátíðar á Þingvöllum og
mikið við haft. Þingvellir höfðu þá nokkuð lengi skipað þjóðlegan sess í
hugum íslenskra menntamanna og verið hefðbundinn áningarstaður
ferðamanna. Fræg mynd Þóru af Þingvallabænum og kirkjunni (1883),
sem Hrafnhildur nefnir sem dæmi um sjálfstæða frummynd hennar (bls.
64–65), er samt gerð frá of stöðluðu sjónarhorni til að geta talist frumleg að
byggingu.
Hrafnhildur sneiðir hjá umfjöllum um Sigurð Guðmundsson málara,
teiknikennslu hans og samstarf við ungar konur í Reykjavík í tengslum við
hönnun á búningum, fána og mynsturteikningu. Vissulega hefur Dagný
Heiðdal þegar gert þessum þætti íslenskrar menningarsögu góð skil í bók
sinni Aldamótakonur og íslensk listvakning og vísar Hrafnhildur í athuganir
hennar. En telur Hrafnhildur að áhrif Sigurðar á mennta- og listalíf í
Reykjavík á tímabilinu 1858–1874 hafi verið minni en yfirleitt er talið?
Hversu þungt vógu samskipti kvennanna og fjölskyldna þeirra við erlenda
ferðamenn, sbr. bréfaskriftir og heimsóknir sem þeim fylgdu? Voru það
náin samskipti danskra og íslenskra embættis- og kaupmanna við danska
borgarastétt sem skiptu sköpum hvað varðar listmenntun? Er hægt að
greina eitthvert orsakasamhengi sem skýrir myndlistariðkun íslenskra
kvenna um og fyrir aldamótin 1900, eða verðum við að sætta okkur við
skýringu Benedikts Gröndals um „fítonsandann“ sem hljóp í kvenþjóðina
(bls. 51)?
Bókin Huldukonur í íslenskri myndlist er eiguleg bók. Að baki hennar
liggur mikil og einlæg vinna. Hrafnhildi hefur tekist að draga fram nýjar
áhugaverðar heimildir, sendibréf, skissubækur, myndir og gripi, sem hún
hefur nálgast bæði á söfnum og hjá afkomendum listamannanna. Ljós-
myndir Guðmundar Ingólfssonar eru augnayndi svo varla verður betur
gert. Umbrot, hönnun og prentun er til fyrirmyndar en það er bagalegt að
heimildaskrá skuli vanta í svo vönduðu riti.
Ljósmyndir eru vandmeðfarnar heimildir. Tímasetningar geta verið á
reiki, tökustaður óviss, nafn þess sem er myndaður og höfundarnafn ljós-
myndara er oft á huldu. Nafnstimpill ljósmyndara er ekki trygging á höf-
undarrétti frummyndar, því að stimpill getur þýtt að ljósmyndari hafi gert
eftirtöku eftir eldri mynd, eða jafnvel beint eftir plötu annars ljósmyndara.
Ég hnaut um eftirfarandi missagnir í myndatextum. Fyrst skal nefna ljós-
R I T D Ó M A R 233
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 233