Saga - 2006, Side 234
mynd af þeim biskupsdætrum Þóru og Elínborgu Pétursdætrum (bls. 55).
Rétt er að myndin er tekin árið 1866, en ekki í Kaupmannahöfn. Myndin er
tekin í Reykjavík af Sigfúsi Eymundssyni ljósmyndara. Baktjald hans og
súlan sem þær styðja sig við er vel þekkt og sést á ótalmörgum ljósmynd-
um sem hafa varðveist af betri borgurum í Reykjavík frá þessu sumri, eins
og kemur fram í bók Ingu Láru Baldvinsdóttur Ljósmyndarar á Íslandi, bls.
28 (sjá einnig Þjms. Mms. 18975, Þjms. Mms. 10255 o.fl.).
Mynd á bls. 152 er sögð af Sigríði Gunnarsson, „sem barn í heimsókn í
Cambridge í Bretlandi hjá Sigríði Einarsdóttur og Eiríki Magnússyni“ bóka-
verði. Myndin er að öllum líkindum ekki af Sigríði, heldur af Bergljótu,
eldri systur hennar (f. 1879), sem síðar varð kona sr. Haraldar Níelssonar
prófessors. Þannig er myndin skráð í Mannamyndasafni Þjóðminjasafns Ís-
lands (Þjms. Mms. 17535).
Myndin er tekin í Reykjavík af Sigfúsi Eymundssyni ljósmyndara. Gólf-
teppið, stóllinn og borðið eru kunnuglegir leikmunir úr ljósmyndastofu
Sigfúsar og sjást á fjölda mynda úr myndasafni hans sem er varðveitt á
Þjóðminjasafni Íslands (dæmi má nefna Þjms. SEY 7529b og 7530b). Klæðn-
aður telpunnar og uppstilling bendir einnig til að myndin sé tekin um miðj-
an níunda áratug aldarinnar, en ekki þann tíunda, og styður sú tímasetning
að myndin sé af Bergljótu því að Sigríður fæddist árið 1885. Svo virðist að
eintakið sem birt er í bók Hrafnhildar sé eftirtaka af mynd Sigfúsar. Mynd-
in er spegluð og mun loðnari en frumprentið sem er í eigu Þjóðminjasafns-
ins.
Bók Hrafnhildar fellur undir þær rannsóknir sem Griselda Pollock hef-
ur kallað „the feminist interventions in art’s histories“ (Art in America, októ-
ber 2000) sem Pollock og fleiri fræðikonur áttu þátt í að hleypa af stokkum
á áttunda áratug 20. aldar. Linda Nochlin (1971), Germaine Greer (1979),
Griselda Pollock (1981) og Rozsika Parker (1984) voru lykilmanneskjur og
frumherjar í rannsóknum á listsköpun kvenna, sem þær staðsettu í þjóðfé-
lagslegu samhengi vestrænnar menningarsögu, og vísar Hrafnhildur í
rannsóknir þeirra allra. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, listasagan
hefur verið leiðrétt, en staða kvenna innan listheimsins er viðfangsefni sem
er enn langt frá því að vera útrætt.
Þegar hinn frægi tvíæringur í Feneyjum var haldinn í fyrsta sinn 1895
voru konur 2,4 prósent þátttakenda. Hundrað árum síðar (1995) var hlut-
fall kvenna á sýningunni 9 prósent, en á síðasta tvíæringi, árið 2005, var
hlutfall þeirra 38 prósent, einfaldlega vegna þess að sýningarstjórarnir,
Rosa Martínez og María de Corral, settu það á stefnuskrá sína að rétta hlut
kvenna (The Guerilla Girls, Feneyjum 2005, www.cbc.ca/arts/art-
design/venicecurators.html). Myndlistarmenn á Íslandi árið 2006 eru að
meirihluta konur. Af 550 félagsmönnum í Sambandi íslenskra myndlistar-
manna (SÍM) voru rúmlega 400 konur í desember síðastliðnum, eða tæp
73% (www.mbl.is/mm/frettir/serefni/listir 2006/listir vidtol.html). Samt
eru dýrustu verkin á listaverkauppboðum sjaldnast eftir konur og fjölsótt-
R I T D Ó M A R234
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 234