Saga - 2006, Side 235
ustu sýningar listasafnanna eru ekki sýningar á verkum kvenna. Vanda-
málið snýst því ekki lengur um þátttöku kvenna, heldur fyrst og fremst
veikari stöðu þeirra innan listheimsins.
Hrafnhildur stillir fræðilegri umræðu í hóf, enda er það ekki viðfangs-
efni ritsins, sem er greinilega ætlað almennum bókamarkaði. Hún getur því
miður engra nýrra rannsókna í kvennafræðum, en forvitnum lesanda þætti
fróðlegt að vita hvort kynjarannsóknir síðustu ára hafi velt upp nýjum fleti
á viðfangsefninu.
Ég hvet alla til að lesa bók Hrafnhildar og skoða sýninguna á myndum
huldukvennanna tíu á Þjóðminjasafni Íslands. Bókin vekur upp ýmsar
spurningar, sem tengjast fremur kvennasögu en listasögu, til að mynda um
innbyrðis tengsl kvennanna í íslensku samfélagi og skyldurækni þeirra við
fjölskylduna, en það er umhugsunarefni sem lítið hefur verið fjallað um í
kvennarannsóknum og gæti verið eitt af sérkennum íslensks samfélags.
Hulunni hefur verið svift af huldukonunum. Bókin skerpir þekkingu á
menningarsögulegum listarfi og fjölbreyttu mannlífi á Íslandi á seinni hluta
19. aldar sem einkenndist af miklu meiri stéttaskiptingu en oft er rætt um.
Þá vona ég að bókin veki áhuga ungra fræðimanna á stöðu kvenna í list-
heimi samtímans.
Æsa Sigurjónsdóttir
ÚR TORFBÆJUM INN Í TÆKNIÖLD I–III. Bókaútgáfan Örn og Ör-
lygur. Reykjavík 2003. Heimildaskrá, myndir, kort, teikningar, töflur,
mannanafnaskrár, staðanafnaskrár, atriðisorðaskrár.
I: Höf. Árni Björnsson, Hans Kuhn, formáli Magnús Kristinsson,
myndaritstjóri Örlygur Hálfdanarson, 528 bls.
II: Höf. Hans Kuhn, Reinhard Prinz, ritstjóri og þýðandi Magnús
Kristinsson, myndaritstjóri Örlygur Hálfdanarson, 542 bls.
III: Höf. Bruno Schweizer, ritstjóri Magnús Kristinsson, þýðandi
Franz Gíslason, myndaritstjóri Örlygur Hálfdanarson, 543 bls.
Hryggjarstykki þessa umfangsmikla bókverks eru ferðalýsingar, frásagnir
og ljósmyndir nokkurra þýskra karla og kvenna sem dvöldu hér á árunum
milli stríða, sumir margsinnis og lengi, og ferðuðust um landið. Minnst af
efninu hefur áður birst hérlendis en töluvert á þýsku í bókum og greinum
eða fyrirlestrum sem Íslandsvinirnir þýsku héldu eftir að heim var komið.
Hans Kuhn, prófessor í norrænum fræðum, Reinhard Prinz, kennari og
skólastjóri, og Bruno Schweizer, mállýsku- og þjóðháttafræðingur, eru
helstu höfundar verksins en auk þess eru textar eftir marga aðra, m.a. eig-
inkonur þeirra Prinz og Schweizers, Noru og Þorbjörgu.
Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar var ég ráðskona með hópum
tjaldferðalanga um hálendi Íslands. Langflestir sem fóru þannig ferðir voru
R I T D Ó M A R 235
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 235