Saga - 2006, Qupperneq 236
þýskir Íslandsáhugamenn. Seinna áttaði ég mig á því hversu gamalgróinn
þessi áhugi er. Magnús Kristinsson gerir raunar grein fyrir samskiptum
þjóðanna í þúsund ár í ágætum kafla í öðru bindi ritverksins sem hér er um
fjallað. Magnús á drjúgan hlut í þessu verki og hafði uppphaflega frum-
kvæði að því að fá Örn og Örlyg til að gefa út dagbækur og myndir Hans
Kuhns. Verkið vatt upp á sig og endaði með því að verða þrjú bindi í stóru
broti, alls 1613 blaðsíður. Innihaldið er saga Íslands á árunum á milli stríða
útfærð með ferðasögum og þjóðháttalýsingum þýskra gesta sem hér fóru
um á þeim tíma og bætt með fjölmörgum ómetanlegum ljósmyndum sem
margar hverjar koma nú í fyrsta sinni fyrir augu Íslendinga. Það segir sig
sjálft að í stuttri umsögn verður aðeins tiplað yfir stórvirkið og tánni drep-
ið niður á stöku stað.
Í fyrsta bindi er formáli eftir Magnús Kristinsson um tilurð og þróun
verksins, ritgerðin „Íslenskt mannlíf milli stríða“ eftir Árna Björnsson og
„Íslenskir munir í þjóðfræðasafninu í Hamborg“, einnig í umsjón Árna, auk
skráa. Það var vel til fundið að fá þjóðháttafræðing til að skrifa sögu milli-
stríðsáranna fyrir þessa útgáfu. Árni dregur upp mynd af íslensku samfé-
lagi og menningarástandi á tímabilinu 1918–1940 og er þetta meginhluti
fyrsta bindisins (281 bls.), ágripskenndir þættir um afmörkuð efni, atvinnu-
líf, menningarlíf, félagslíf, stjórnmál, þjóðhætti og margt fleira. Ég taldi 133
fyrirsagnir í ritgerðinni. Slíkur fjöldi auðveldar uppslátt í bókinni, en ég
þykist viss um að hún eigi eftir að nýtast vel sem uppsláttarbók. Ekki er
alltaf einfalt að samræma það hversu langt aftur og fram fyrir tímabilið skal
fara en Árna tekst yfirleitt vel með þetta. Sumt er að lognast út af, svo sem
sauðamjólkurvinnsla og notkun á kvensöðlum, annað á rætur sínar að rekja
til þessa tímabils, til dæmis abstraktmyndlist. Og ýmislegt var stundað í
smáum stíl sem varð stærra í sniðum eftir seinna stríð, svo sem refarækt,
svínarækt og niðursuða á skelfiski.
Textinn ber sterk persónuleg einkenni, höfundur liggur ekki á skoðun-
um sínum og í stuttri almennri forsögu þar sem Ísland millistríðsáranna er
tengt inn í Íslandssögu, Evrópusögu og mannkynssögu er stéttaskipting og
barátta hagsmunahópa miðlæg og svo er víða í ritinu:
Útfærðar stjórnmálastefnur og ýmsir ismar eru lítið annað en yfir-
borðsgárur um baráttuaðferðir hagsmunahópa og hafa langtum
minna gildi en einatt er haldið á loft. … Frá þessu sjónarmiði gera svo-
nefndir stjórnmálafræðingar og fréttaskýrendur sjaldnast mikið ann-
að en fjasa um aukaatriði og leiða athygli manna frá kjarna máls. (I,
bls. 263)
Árna er mikið í mun að sýna fram á að fátt sé nýtt undir sólinni, kannske
síst það sem kann að virðast nútímalegt. Hann kallar til dæmis sveitamenn
sem fluttust á mölina á millistríðsárunum nýbúa og bendir á að menn settu
auglýsingar á fyrstu strætisvagnana á fjórða áratugnum (I, bls. 178).
Eins og búast mátti við er mikil áhersla lögð á þjóðhætti. Skemmtilegur
og fróðlegur er til dæmis kaflinn um þá hugmyndaauðgi sem menn sýndu
R I T D Ó M A R236
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 236