Saga - 2006, Side 240
Og á öðrum stað segir hann: „Vofa framfaranna breiðist óstöðvandi yfir
hinar kyrru lendur Íslands.“ (III, bls. 158)
Skeytingarleysi Íslendinga um eigin menningararf er raunar víðar
harmað. Margir Íslendingar vilja til dæmis rífa „helvítis torfkofana“, út-
rýma þjóðbúningunum og klæða kvenfólkið í eitthvað léttara. Þetta olli
þýsku Íslandsvinunum dapurleika. Schweizer var ástríðufullur ljósmynd-
ari og margar ljósmynda hans frá Íslandi eru af vinnubrögðum í bænda-
samfélaginu, svo sem heyvinnu, skinnaverkun, eldiviðargerð og ullar-
vinnu. Merkasta framlag hans til þessarar bókar eru þó rannsóknir hans á
norðlenskum torfbæjum. Í mælingum, teikningum, lýsingum og ljósmynd-
um um þetta efni eru mikilvæg gögn um sögu húsagerðar sem hafa til
dæmis reynst vel fyrir rannsóknir á því sviði (III, bls. 174). Húsráðendur
voru ekki alltaf par hrifnir af ákefð Schweizers í að ljósmynda híbýli og fólk
í þaula og sumum ofbauð atgangur hans við þessa iðju (III, bls. 362), guði
sé lof fyrir ákveðnina segir nútíminn sem nýtur ávaxtanna.
Í ýmsum köflum í öðru og þriðja bindi eru tengslin við meginefni bók-
arinnar nokkuð langsótt. Sagt er til dæmis frá lífi Dana nokkurs, Høyers að
nafni, hér á landi, tengslin eru þau ein að nefndur Høyer átti samvinnu við
þýska hernámsliðið á hernámsárunum í Danmörku (II, bls. 375). Afar
laustengdur við efni bókarinnar er þáttur Valdimars Halldórssonar á Kálfa-
strönd og frásögn af Ítalíuferð hans með tilheyrandi myndum úr bláa hell-
inum á Kaprí (II, bls. 190–195). Það að Kuhn þarf að hringja verður ritstjóra
m.a. tilefni umfjöllunar um sveitasímann og til að birta mynd af veggsíma
(II, bls. 235–236). Í hinni frægu grein Þórbergs Þórðarsonar um stíl, „Einum
kennt og öðrum bent“, kvartar hann yfir „sköllum“ eða ónákvæmni í
knöppum textum þannig að þeir skiljist ekki. Hér er þetta þveröfugt —
margar myndir sem birtar eru í ritinu verða tilefni til mikilla rannsókna á
ættum og sögu fólksins sem þar sést en kemur ef til vill lítið sem ekkert við
sögu að öðru leyti. Þetta mun oft verða vel þegið, sérstaklega þegar um er
að ræða fróðleik sem tengist ákveðnum héröðum (mikið hefði ég haft gam-
an af slíkum kafla um mína heimasveit) — en einhverjir gætu orðið
fullsaddir og ef hugsað er aftur til líkingar Þórbergs mætti segja að nokkuð
sé um lubba í textanum. Þá eru dæmi um að sömu myndirnar séu tvíbirtar
(II, bls. 17 og 168, I, bls. 497 og II, bls. 90, II, bls. 443 og 467) og jafnvel text-
ar (t.d. I, bls. 122 og III, bls. 342). Plássið er hvergi sparað.
Lýsingar á vinnubrögðum, siðum og öðrum lífsháttum, sem víða er að
finna í þessum skrifum, eru verðmæti frá sjónarmiði þjóðhátta- og sagn-
fræðinga. Dæmi um slíkt er innslag Verlegers um jarðarför Sigfúsar Sig-
urðssonar, bónda á Skálafelli í Suðursveit (II, bls. 117–120), teikningar og
ljósmyndir Kuhns af rangölum og brunnhúsum á Hornströndum (II, bls.
340, 346, 354, 356) og ýmiss konar búsgögnum, myndir og teikningar hans
og Schweizers af tilhögun húsa. Myndirnar eru áhugaverðasta efnið í þess-
um bókum að öðru ólöstuðu, en í þeim eru feiknin öll af myndum frá milli-
R I T D Ó M A R240
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 240