Saga - 2006, Page 241
stríðsárunum sem ekki hafa sést á prenti áður. Á myndunum sjá sögu-
áhugamenn hús og brúkshluti, náttúrufræðingar stöðu jökla, vatna og
gróðurs, áhugamenn um fólk og ættir mannamyndir, fjallamenn leiðir og
sæluhús. Bækurnar eru náma fyrir margvíslega hópa fræðimanna og
áhugamanna um land og sögu.
Þýðingar Magnúsar Kristinssonar og Franz Gíslasonar eru þjálar og
læsilegar. Raunar er svo um allan texta bókanna, hann er yfirleitt afar vand-
aður og málfar sérlega gott. Mikil vinna hlýtur að liggja í því að velja og
samræma texta eftir þessa mikilvirku Íslandsvini sem ekki einasta héldu
dagbækur heldur settu saman fjöldann allan af greinum, fyrirlestrum og
jafnvel bókum um ferðir sínar þegar heim var komið. Magnús hefur greini-
lega legið yfir textunum sem valdir voru, til dæmis eru allmörg dæmi um
að hann leiðrétti Þjóðverjana þegar þeir hafa eitthvað misskilið um staði,
menn og málefni.
Skrár um atriðisorð, nöfn og staði fylgja hverri bók fyrir sig og heim-
ildaskrá fyrsta bindinu en fyrir annað og þriðja bindið er sameiginleg heim-
ildaskrá. Það truflaði mig dálítið að hvergi skyldi vera skrá um allar fyrir-
sagnir í öðru og þriðja bindinu. Undirfyrirsagnir eru ekki í efnisyfirliti og
undir kaflaheitunum eru nokkrar stiklur um efnið í kaflanum sem ekki eru
samhljóða fyrirsögnunum. Í fyrsta bindinu eru hins vegar allar fyrirsagnir
í efnisyfirliti. Tilvitnanir í formi neðanmáls- eða aftanmálsgreina eru ekki í
þessum bókum en heimilda er yfirleitt getið jafnóðum í texta og fer ágæt-
lega á því, nóg er fjölbreytnin á síðunum þó að neðanmálsgreinum sé ekki
bætt við.
Prófarkavillur eru nánast ófinnanlegar í þessu stóra verki sem þýðir að
mikið hefur verið lagt í frágang eins og annað. Í öllum myndagrúanum tók
ég eftir tvennu í myndatextum sem kallar á athugasemdir. Ljósmyndin á
bls. 144 í öðru bindi er sjáanlega ekki af Eyvindarkofa í Herðubreiðarlind-
um heldur af Eyvindarkofa í Eyvindarkofaveri, sbr. Útilegumenn og auðar
tóttir eftir Ólaf Briem (Rvk, 1983) bls. 99. Og í öðru bindi virðist myndatexti
hafa víxlast milli mynda af hellisopi (bls. 75) og fjósi (bls. 74) á Ægissíðu í
Rangárvallasýslu.
Örlygur Hálfdanarson er þekktur fyrir að standa af miklum myndar-
skap að útgáfu verka um þjóðlíf á fyrri tíð. Hér er enn eitt stórvirkið úr þeirri
smiðju, og ekki það minnsta, þar sem fjöldi manns leggst á eitt um að til-
reiða á vandaðan hátt rit um lífshætti á millistríðsárunum með ljósmyndir
og landlýsingar erlendra gesta í forgrunni.
Hallgerður Gísladóttir
R I T D Ó M A R 241
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 241