Saga - 2006, Síða 242
Guðni Th. Jóhannesson, VÖLUNDARHÚS VALDSINS. STJÓRNAR-
MYNDANIR, STJÓRNARSLIT OG STAÐA FORSETA ÍSLANDS Í
EMBÆTTISTÍÐ KRISTJÁNS ELDJÁRNS 1968–1980. Mál og menning.
Reykjavík 2005. 384 bls. Myndir, töflur, nafnaskrá, myndaskrá.
Viðauki um stjórnarkreppur.
Meginviðfangsefni verksins er valdatími þriðja forseta Íslands, Kristjáns
Eldjárns. Rannsóknin er samt víðfeðmari en titill bókarinnar gefur til kynna
því að einnig er fjallað almennt um stöðu forsetans í stjórnmálum landsins
og stjórnskipun. Talsverður samanburður er gerður á Kristjáni og öðrum
forsetum, einkum forverum hans, Sveini Björnssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni,
og í minna mæli eftirmönnunum Vigdísi Finnbogadóttur og núverandi for-
seta Ólafi Ragnari Grímssyni. Hér fær kaupandinn semsé meira en
umbúðirnar lofa. Inn í meginmál eru felldar stuttar en greinargóðar lýsing-
ar á ellefu forystumönnum í stjórnmálum í forsetatíð Kristjáns. Allir voru
formenn stjórnmálaflokka (sbr. bls. 334) nema Gunnar Thoroddsen, vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra 1980–1983. Ekki er gerð
sérstök grein fyrir tveimur formönnum, Emil Jónssyni, formanni Alþýðu-
flokksins 1956–1968, og Ragnari Arnalds, formanni Alþýðubandalagsins
1968–1977, og vekur það nokkra furðu.
Kristján Eldjárn fékk einn forseta meirihluta atkvæða við upphaflegt
kjör í forsetastól. Sigur Kristjáns var mjög glæsilegur og ótvíræður. Hann
hlaut um ⅔ hluta atkvæða og atti þó kappi við einn öflugasta stjórnmála-
mann þess tíma, Gunnar Thoroddsen. Verkefni Kristjáns við stjórnarmynd-
anir voru erfið. Eftir langt valdatímabil Viðreisnarstjórnar (1959–1971) tók
við tími mikils óstöðugleika í stjórnmálum. Samtímis varð áframhald á
vítahring gengisfellinga og verðbólgu sem hófst með djúpri efnahagslægð
seint á sjöunda áratugnum. Í tíð Kristjáns voru sex forsætisráðherrar við
völd en einungis einn þeirra, Ólafur Jóhannesson, gegndi embættinu oftar
en einu sinni. Tvisvar var þing rofið áður en reglulegu kjörtímabili þing-
manna var lokið. Í sjö köflum bókarinnar (bls. 59–324) er fjallað um afskipti
forsetans af stjórnarmyndunum og stjórnarslitum á áttunda áratugnum.
Stundum er atburðarásin rakin nánast frá degi til dags, jafnvel fjallað um
sviptingar frá morgni til kvölds sama dag (sbr. t.d. umfjöllun um þingrofið
1974, bls. 85–107).
Kenningagrunnur bókarinnar (t.d. bls. 26–27) byggist á þeirri túlkun á
stofnun lýðveldis árið 1944 að Alþingi hafi þá ákveðið að forsetinn fengi lít-
ið vald og yrði haldið utan við pólitískar deilur. Þingræðisreglan sé grund-
völlur stjórnskipunar landsins og henni hafi verið komið á skömmu eftir
aldamótin 1900: „Hlutverk þjóðhöfðingjans við stjórnarmyndanir hér á
landi er jafngamalt þingræðisreglunni sem komst á með Heimastjórn árið
1904“ (bls. 27). Þessi kenning sætir engum tíðindum. Hún er þvert á móti
merkileg fyrir þá sök að vera sett svo afdráttarlaust fram en hvíla á svo
R I T D Ó M A R242
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 242