Saga - 2006, Blaðsíða 245
Jón Þ. Þór, SAGA SJÁVARÚTVEGS Á ÍSLANDI I–III. Bókaútgáfan
Hólar. Akureyri 2002–2005. Heimildaskrá, tilvísanaskrá, myndir, kort,
töflur, mannanafnaskrá, samantekt á ensku.
I: SJÓSÓKN OG SJÁVARFANG. ÁRABÁTA- og SKÚTUÖLD. 243
bls.
II: UPPGANGSÁR OG BARNINGSSKEIÐ 1902–1939. VÉLAÖLD.
286 bls.
III: NÝSKÖPUNARÖLD 1939–1973. 286 bls.
Í hinu ágæta riti sínu um sjávarútveg Íslendinga kemst Sigfús Jónsson svo
að orði að „[þ]jóðarbúskapur Íslendinga [sé] mjög gott dæmi um opið hag-
kerfi þar sem einn höfuðútflutningsatvinnuvegur hefur með margfeldis-
áhrifum sínum á aðra þætti hagkerfisins verið helsti aflvaki efnahagslegra
framfara. Auðlegð hafsins, ásamt mikilli verðmætasköpun fiskveiða og
fiskvinnslu hefur verið undirstaða þess að hægt hefur verið að halda uppi
nútímaþjóðfélagi hér á landi með viðlíka lífskjörum og neysluvenjum og
þekkjast í nágrannalöndunum“ (Sjávarútvegur Íslendinga, bls. 262). Þetta eru
orð að sönnu og þekking á sögu sjávarútvegs og þróun greinarinnar er
mikilvæg hverjum þeim sem vill öðlast góðan skilning á Íslandi 21. aldar-
innar. Í ljósi þessa er merkilegt til þess að hugsa að ekki skuli áður hafa ver-
ið tekið saman yfirlitsrit um sögu sjávarútvegs frá upphafi til vorra daga.
Vissulega hafa áður verið ritaðar margar bækur um sjávarúrveg og ber
þar vitaskuld hæst fimm binda verk Lúðvíks Kristjánssonar Íslenskir sjávar-
hættir. Eins og Jón Þ. Þór bendir á ber þó fremur að skoða það mikla verk
sem þjóðhátta- og menningarsögu en sögu fiskveiða frá landnámi til 1900.
Jón Jónsson hefur einnig skrifað nokkuð um sögu fiskveiða og í mörgum
héraðssöguritum og ævisögum er sagt frá sjávarútvegi. Þar á meðal eru
margar bækur og greinar sem Jón Þ. Þór hefur sjálfur ritað; mér taldist svo
til að í heimildaskrám hinna þriggja binda væru 23 verk eftir hann. Það er
því eðlilegt að það skuli hafa fallið í hlut Jóns Þ. Þórs að taka saman sögu
sjávarútvegs þegar loks kom að því að sú saga yrði skrifuð. Næsta stóra
verk í atvinnusögu Íslendinga hlýtur að verða saga landbúnaðar.
Í inngangsorðum fyrsta bindis lýsir höfundur viðfangsefni ritverksins
svo að því sé ætlað „að segja sögu íslensks sjávarútvegs frá upphafi og fram
til vorra daga. Með sjávarútvegi er ekki aðeins átt við fiskveiðar, heldur alla
nýtingu sjávarfangs, fisks, sjávarspendýra, sjófugla og fjörunytja“ (I, bls.
12). Höfundur bendir á að í huga flestra Íslendinga sé saga sjávarútvegs at-
vinnusaga, en í þessari bók sé jafnframt ætlunin að leiða í ljós hvaða hlut-
verki sjávarútvegur hafi gegnt í sögu og lífi íslensku þjóðarinnar í aldanna
rás. Þá sé það einnig eitt af meginmarkmiðum höfundar að sýna á hvern
hátt íslenskur sjávarútvegur hefur mótað íslenska menningu.
Saga sjávarútvegs á Íslandi er í þremur bindum, alls nálega 850 síður. Í
fyrsta bindinu er saga sjávarútvegs rakin allt fram að aldamótunum 1900
og verður því víða að fara býsna hratt yfir sögu. Í því næsta er sögð sagan
R I T D Ó M A R 245
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 245