Saga - 2006, Page 249
bragðs siður. Tilvitnanir eru í lok hvers bindis. Mér finnst þægilegra að hafa
tilvitnanir neðanmáls, en slíkt gefur bókum fræðilegra yfirbragð og gerir
þær líklega ekki eins sölulegar. Ekki verður annað séð en heimildanotkun
sé hin ágætasta.
Hvorki mynda- né töfluskrá er í ritinu og eingöngu skrá yfir manna-
nöfn, en hvorki staði né atriðisorð. Gott hefði verið að setja upplýsingar í
sumum töflum fram sem myndir eða línurit, myndræn framsetning segir á
stundum meira en tölur í töflu. Margar ljósmyndir prýða bókina og kort
eru í fyrsta bindinu. Prentvillur virðast vart margar, en þó er sem eitthvað
hafi farið úrskeiðis í kaflanum um síldveiðar í síðasta bindinu.
Saga sjávarútvegs er kærkomið verk og á vafalítið eftir að nýtast bæði
fræðimönnum og öðrum. Bókin er vel skrifuð og frágangur er ágætur. Þrátt
fyrir ofangreindar aðfinnslur hefur Jóni Þ. Þór tekist vel upp og hefur hann
með ritinu fyllt upp í stóra eyðu í íslenskri sagnfræði. Stuttu kaflarnir um
ákveðin atriði í sjávarútvegi eru margir hverjir sérlega vel heppnaðir, t.d.
kaflarnir um síldveiðar í öðru og þriðja bindi. En fjórða bindið bíður; sögu
síðustu 30 ára verður ekki síður að skrá en þeirra 1100 er á undan gengu.
Sveinn Agnarsson
KIRKJUR ÍSLANDS, 1–4. FRIÐAÐAR KIRKJUR Í ÁRNESPRÓFAST-
DÆMI. Hrepphólakirkja, Hrunakirkja, Tungufellskirkja, Hraungerðis-
kirkja, Ólafsvallakirkja, Stóra-Núpskirkja, Villingaholtskirkja, Bræðra-
tungukirkja, Búrfellskirkja, Miðdalskirkja, Mosfellskirkja, Torfastaða-
kirkja, Eyrarbakkakirkja, Gaulverjabæjarkirkja, Kotstrandarkirkja,
Stokkseyrarkirkja, Strandarkirkja, Úlfljótsvatnskirkja, Þingvallakirkja.
Ritstjórar og umsjón texta Árni Björnsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Ritnefnd Margrét Hallgrímsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Karl Sig-
urbjörnsson.
Höfundar Garðar Halldórsson, Guðmundur L. Hafsteinsson, Guðrún
Harðardóttir, Gunnar Bollason, Páll Lýðsson, Samúel Örn Erlingsson,
Þór Magnússon og Þóra Kristjánsdóttir.
Umsjón mynda Inga Lára Baldvinsdóttir, umsjón teikninga Magnús
Skúlason, ljósmyndun Ívar Brynjólfsson.
Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd ríkisins, Biskupsstofa og
Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2001–2003. Alls 805 bls.
Myndir, teikningar, yfirlitskort, nafnaskrár, mynda- og teikningaskrár,
orðskýringar, höfundatal, english summary.
„Gakk inn í herrans helgidóm“ kvað sr. Valdimar Briem forðum og þau
orð hans má með sanni heimfæra upp á íslenskar kirkjur og þá dýrgripi
sem þar eru innan dyra. Á öldum áður var kirkjan grundvöllur listsköp-
R I T D Ó M A R 249
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 249