Saga - 2006, Page 250
unar í landinu. Hún veitti listamönnum þjóðarinnar innblástur til sköp-
unar, varðveitti handverk þeirra og listmuni um leið og hún gerði sjón-
listirnar aðgengilegar jafnt háum sem lágum. Ef ekki væri fyrir kirkjurn-
ar væri íslenskur menningararfur ólíkt fátækari. Flestir af elstu og merk-
ustu gripum sem varðveist hafa eru kirkjugripir, gripir sem ekki hefðu
varðveist nema fyrir tilstilli kirknanna. Þrátt fyrir þetta hefur rannsóknum
á sjónlistum í gegnum tíðina verið mun minna sinnt en bókmenntaarf-
inum.
Ritröðin Kirkjur Íslands bætir þar úr og er sannkölluð tímamótaútgáfa
þar sem saman fara rannsóknir á byggingarlist kirkna, umbúnaði þeirra og
gripum. Í formála 1. bindis segir að ritverkið sé helgað íslenskum kirkjum
sem í tímans rás voru „ekki einasta musteri trúar heldur oftar en ekki sýni-
leg táknmynd þess besta sem samtíðin megnaði í húsagerðarlist, og griða-
staður fyrir jafnt minningarmörk sem listmuni og aðra fegurð“ (bls. 7).
Ritunin er samstarfsverkefni Húsafriðunarnefndar ríkisins, Biskupsstofu
og Þjóðminjasafns Íslands. Í ritröðinni verður öllum friðuðum kirkjum á
landinu gerð skil en þær munu vera rúmlega 200 talsins. Hér er um að ræða
fyrstu fjögur bindin þar sem fjallað er um 19 friðaðar kirkjur í Árnesprófast-
dæmi sem byggðar eru á tímabilinu 1845–1911. Í öllum fjórum bindunum
er umfjöllunarefninu skipt upp í tvo þætti. Annars vegar eru það kirkjuhús-
in sjálf, byggingarlist þeirra og saga og hins vegar kirkjugripir og minning-
armörk, list þeirra og saga. Aftan við hvern þátt fyrir sig er tilvísanaskrá,
mynda- og teikningaskrá og útdráttur á ensku.
Þátturinn um kirkjuhúsin skiptist að jafnaði í fimm kafla. Í þeim fyrsta
er staðháttum lýst og saga kirkjustaðarins rakin í grófum dráttum. Í öðrum
kafla er byggingarsaga kirkjunnar rakin, allt frá aðdraganda smíðinnar og
þar til hún var fullgerð auk þess sem gerð er grein fyrir viðgerðarsögu
hennar. Í þriðja kafla er núverandi ytri og innri gerð kirkjunnar lýst með til-
liti til megindrátta og einstakra byggingarhluta. Í fjórða kafla er sjónum
beint að byggingarlist kirkjunnar, helstu sérkenni hennar dregin fram og
hún sett í byggingar- og listsögulegt samhengi, meðal annars með saman-
burði við aðrar kirkjur.
Í kaflanum um byggingarsögu einstakra kirkna er ekki eingöngu getið
húsameistara, forsmiðar eða smiða þeirra heldur er gerð grein fyrir menntun
þeirra, störfum og tiltekin önnur verk sem þeir hafa gert. Þetta gefur frásögn-
inni meiri dýpt og um leið fæst yfirlit yfir verk þeirra. Ef sömu höfundar eða
smiðir koma fyrir síðar er vísað í fyrri umfjöllun og þar með er komist hjá
endurtekningum. Ef áhugi er að leita eftir tilteknum smið nýtist einnig
nafnaskráin, sem er aftast í hverju bindi, mjög vel.
Af umfjölluninni um kirkjubyggingarnar er kaflinn um byggingarlist
kirkjunnar hvað áhugaverðastur. Þar leggur höfundur sitt mat á hvort kirkj-
an uppfylli þrjá þætti góðrar byggingarlistar sem höfundur nefnir: bygging-
artækni, notagildi og listsköpun (2. bindi, bls. 30). Einnig má þar finna
áhugaverðar útskýringar á t.d. hvernig einstakir byggingarhlutar hafa tákn-
R I T D Ó M A R250
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 250