Saga - 2006, Síða 252
1:100 eða 1:50). Slíkar teikningar eru bráðnauðsynlegar í riti sem fjallar öðr-
um þræði um byggingarlist, ýmist til skýringar og/eða samanburðar. Ekki
er getið um stærð kirkna í fermetrum né tiltekin helstu mál þeirra, hvorki í
meginmáli né myndatextum. Stærð er að vísu tiltekin í fyrstu vísitasíu kirkna
en þar er oftast miðað við álnir en ekki metrakerfið sem þó er flestum les-
endum, ekki síst leikmönnum, tamara að nota. Að sönnu er einnig hægt að
grípa til kvarðareglustiku og slá máli á teikningarnar en óneitanlegt hag-
ræði væri fólgið í því að setja inn þessar hagnýtu upplýsingar á einfaldan
máta, t.d. í mynda- eða teikningatexta. Annað lítið atriði sem vakti athygli
var að í nákvæmum lýsingum á innri gerð kirknanna, þar sem meðal ann-
ars eru taldir upp fjöldi kirkjubekkja, kemur ekki fram hvað kirkjan tekur
marga í sæti. Þeim upplýsingum mætti að sama skapi koma fyrir í mynda-
texta. Fyrrgreind atriði eru einungis sett fram til leiðbeiningar en skortur á
þeim rýrir ekki þennan hluta verksins sem er skipulega uppsettur, ítarleg-
ur og upplýsandi.
Annað meginumfjöllunarefni ritraðarinnar eru kirkjugripir og minn-
ingarmörk. Samantekt um gripi kirkna er löngu tímabær enda er þar að
finna listræna fjársjóði sem hafa ekki fengið nægilega athygli fyrr en í seinni
tíð. Þau markmið sem ritstjórnin lagði upp með í 1. bindi var að lýst yrði
öllum helstu gripum kirkjunnar, stærð, lögun, efnivið, uppruna o.s.frv.
Einnig átti að setja munina í listsögulegt samhengi þar sem ætti að víkja að
minjagildi fágætra gripa. Þessu markmiði virðist fullnægt. En hver er svo
afraksturinn og hvert er gildi umfjöllunarinnar annars vegar fyrir ritið og
hins vegar fyrir lesandann?
Nokkurs ójafnvægis virðist gæta milli byggingarsögulega hlutans og
þess hluta sem fjallar um kirkjugripi og minningarmörk. Sú skerpa sem
einkennir fyrri hlutann glatast að nokkru í þeim seinni. Svo virðist sem
opið orðalag í markmiðssetningu formála 1. bindis verði til þess að fáum
gripum úr kirkjunum er sleppt þegar kemur að því að skrifa sögu þeirra.
Höfundar fylgja greinilega af mikilli nákvæmni og vandvirkni fyrrnefnd-
um markmiðum og tíunda alla helstu gripi kirknanna en virðast ekki hafa
mikið svigrúm, alla vega ekki nýta það, til sjálfstæðari eða markvissari af-
stöðu um val á kirkjugripum sem hafa verulegt varðveislugildi. Kannski
eru það heimildirnar, oft vísitasíur, sem taka völdin en útkoman er oft ein-
hvers konar skráning á eignum kirkjunnar. Dæmi um þetta er í 2. bindi (bls.
35) „Rykkilín tvö á kirkjan, annað gamalt.“ Hvað er fengið með slíkum upp-
lýsingum? Eru þær fyrir sóknarnefndir kirknanna? Slík skrá er auðvitað
góðra gjalda verð en er hún ritinu til framdráttar? Oft eru þær upplýsingar
sem er að finna um gripina svo naumt skammtaðar að lesandinn er litlu
nær um annað en stærð, útlit þeirra og varla það. Undantekningin í þessu
eru vönduð skrif um altaristöflur. Kirkjugripum eldri en 100 ára er sjálfsagt
að lýsa hvort sem þeir eru í kirkjum eða á söfnum, en þegar þeim sleppir
væri þá ekki mikilvægara að einblína á gripi sem þykja merkisgripir og
verða hugsanlega friðlýsingarverðir í framtíðinni? Höfundar þyrftu að
R I T D Ó M A R252
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 252