Saga - 2006, Blaðsíða 253
draga fram listrænt eða sögulegt gildi þeirra gripa sem gæti orðið grunnur
á varðveislumati fyrir íslenska kirkjugripi. Slíkt hefði meira gildi fyrir leika
og lærða. Hvað á hins vegar að gera með tiltölulega unga gripi frá seinni
hluta 20. aldar sem notaðir eru við helgihaldið, en hafa enn sem komið er
ekki varðveislugildi og munu jafvel aldrei hafa það? Eiga þeir erindi í meg-
inmáli? Dæmi um þetta er í 2. bindi (bls. 112) „Rykkilín úr lérefti, nýlegt.“ Í
4. bindi (bls. 72) er annað dæmi „Harmóníum, rafknúið og tölvustýrt, með
tveimur hljómborðum og fótspili, af gerðinni Dareux. Er fremst á söng-
lofti.“ Bætir þetta einhverju við öðru en upptalningu á eignum kirkjunnar?
Ef þörf er talin á því að skrá alla gripi kirknanna, mætti þá ekki birta eigna-
lista í lok gripakaflans og eina mynd af helstu gripum sem notaðir eru til
helgihalds í viðkomandi kirkju?
Ljósmyndir í köflum um kirkjugripi eru glæsileg viðbót við textann (sjá
t.d. í 1. bindi, bls. 132–133 og 2. bindi, bls. 26–27). Það er missir að því að sjá
ekki myndir af öllum gripum sem fjallað er um, en slíkt er auðvitað ekki
mögulegt þegar þeir eru taldir upp á svo nákvæman hátt. Dæmi um sam-
spil mynda og texta er t.d. að finna í 4. bindi (bls. 30–36). Þar er gerð grein
fyrir 30 gripum en einungis myndir af fjórum! Það styrkir okkur frekar í
trúnni að fækka gripum og hafa helst ljósmyndir af þeim öllum.
Þar sem kirkjugripum sleppir tekur umfjöllun um minningarmörk við.
Þar er að vissu leyti við sömu spurningar að etja og settar hafa verið fram
hér að framan. Óljóst er oft hvað ræður vali á minningarmörkum sem skrif-
að er um öðrum fremur. Er það útlit, áletranir eða persónurnar sem þau
bera vitni um? Þó eru vissulega dæmi um góða umfjöllun á minningar-
mörkum eins og í 3. bindi (bls. 163) þar sem útlit minningarmarksins er sett
í samhengi við þjóðernisrómantíska byggingarlist. Nú er það svo að minn-
ingarmörkin tilheyra kirkjugörðunum og eðlilegast hefði verið að fjalla um
það efni í sama kafla. Það er spurning hvort umfjöllun um kirkjugarða sem
nú er fjallað um í kaflanum um kirkjustaðinn ætti því ekki að færast aftar
og sameinast umfjölluninni um minningarmörkin.
En hvernig rit er Kirkjur Íslands? Í formála 1. bindis stendur: „Í heild
sinni er verkinu ætlað að verða yfirgripsmikið fræðslu- og kynningarrit,
sem höfðar til almennings og hvílir á traustum rannsóknum, sem ýmist
hafa verið gerðar á vegum eða fyrir atbeina samstarfsaðila. Þá er og til þess
ætlast að verkið standist fræðilegar kröfur um nákvæmni og vinnubrögð
og nýtist á þann hátt fræðimönnum.“ (bls. 7).
Verkið stenst fræðilegar kröfur ágætlega. Höfundar hafa víða leitað
fanga eins og kemur fram bæði í tilvísana- og heimildaskrá og notkun til-
vísana er með hefðbundnum hætti. Skrárnar nýtast fræðimönnum sem
hafa hug á að skoða frekar einstaka þætti og sjá má fyrir sér að verkið nýt-
ist vel sem yfirlitsrit á sínu sviði, sérstaklega hvað varðar kirkjubygginga-
hlutann. Enskur útdráttur og myndatextar á ensku auka notagildi verksins.
Erfiðara er að leggja mat á það hvort ritið höfði til almennings. Þrátt fyr-
ir að bækurnar séu skipulega uppsettar er efnið sérhæft og umfjöllun löng og
R I T D Ó M A R 253
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 253