Saga - 2006, Page 255
Anna Wallette, SAGANS SVENSKAR. SYNEN PÅ VIKINGATIDEN
OCH DE ISLÄNDSKA SAGORNA UNDER 300 ÅR. Sekel Bokförlag.
Malmö 2004. 410 bls. Myndir, kort, summary, viðaukar með skrám
yfir þýðingar 1660-1960 og þýðingar eftir 1960.
Viðfangsefni þessarar doktorsritgerðar er notkun sænskra sagnfræðinga á
hinum forna samnorræna menningararfi, ekki síst Íslendingasögunum, við
að skapa sjálfsmynd Svía og söguvitund. Þetta er framlag til sögu sagn-
fræðinnar og gefur góða yfirsýn yfir þróun hennar í Svíþjóð undanfarin 400
ár. Jafnframt er þetta viðtökurannsókn á Íslendingasögunum sem hefur
ekki síðra gildi fyrir hinn íslenska fræðaheim en hinn sænska. Þessi bók er
gagnlegt samanburðarefni fyrir hvern þann sagnfræðing sem vill rannsaka
fortíðarvitund Íslendinga undanfarnar aldir og þátt sagnahefðarinnar í
mótun hennar.
Ein af mikilvægustu rannsóknarspurningum verksins er hver staða per-
sóna fornsagnanna innan þjóðernisorðræðu hafi verið á hverjum tíma, hvort
þær hafi talist „mikilvægir forfeður“ og þá fyrir hverja. Á 17. öld einkennd-
ist heimsmynd menntamanna af því sem nefna mætti „etníska guðfræði“
þar sem sköpunarsaga Biblíunnar var grundvöllur hinnar sögulegu sjálfs-
myndar. Olof Rudbeck, sem hafði kennslu í lækningum að aðalstarfi, ritaði
tröllaukið sagnarit sem hann kallaði Atlantica og kom út á árunum
1679–1702. Þar notaði hann ný- og enduruppgötvaðar fornbókmenntir eftir
föngum, fornaldar- og konungasögur sem heimildir um atburði en Íslend-
ingasögur og Sturlungu sem vitnisburð um siði og dyggðir hinna fornu
Gauta. Þetta voru lögmæt vinnubrögð frá sjónarhól Rudbecks, enda mark-
mið upprunasagna ekki endilega að skapa skil á milli þjóða á þessum tíma.
Á 18. öld breyttust áherslur sagnfræðinga, en gildi fornsagnanna minnk-
aði ekki. Ramminn varð nú annar og ekki eins mótaður af guðfræði. Samt
sem áður kemur fram í bókinni að sagnfræðingar sem mótaðir voru af hug-
myndafræði upplýsingarinnar, svo sem Olof von Dalin og Sven Lagerbring,
höfðu meiri áhuga á samfélagi Íslendingasagna en oft hefur verið talið. Þeir
lýstu því í rósrauðum bjarma sem samfélagi bændalýðræðis og frelsis þar
sem fólk var hugrakkt og iðjusamt, fyrirmyndir í siðferðilegum efnum.
Nýir lesendur fornsagna komu svo til sögunnar á 19. öld. Sögurnar
urðu aðgengilegri almenningi. Konungasögur voru áfram mikilvægar en
fleiri Íslendingasögur voru dregnar fram í dagsljósið. Áhugi á eddukvæð-
R I T F R E G N I R
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 255