Saga - 2006, Page 257
greinar um margvísleg efni, en á síðustu stundu tókst að bjarga því sem
mestu skipti. Háskólabókasafnið brann hins vegar til kaldra kola og með
því fjöldi handrita frá miðöldum. Lengi hafa menn vitað af allítarlegri lýs-
ingu greinargóðs íslensks sjónarvottar að brunanum og raunar var hún gef-
in út í danskri þýðingu á árunum 1866–1867 (sjá bls. xxix). Nú er hún kom-
in út á frummálinu í vandaðri útgáfu Sigurgeirs Steingrímssonar (bls.
59–93) eftir eiginhandarriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Er mikill fengur
að útgáfunni og það helst aðfinnsluvert að aðdáunarverðum uppdrætti
Jóns af borginni með rauðri línu utan um brunasvæðið skuli vera troðið
smækkuðum í svart-hvítu á eina blaðsíðu með fjórtán línu skýringartexta
undir (bls. 83). Hann nýtur sín illa. Texti dönsku útgáfunnar fylgir í bókar-
auka (bls. 151–166). Fram kemur í inngangi að brunaritið kom út á íslensku
í safnritinu Upplýsingaröldin árið 2000 og hefði farið vel á fáeinum orðum
um mun á þeirri útgáfu og þessari (bls. xxix).
Gagnleg viðbót við brunarit Jóns eru bútar úr öðru sem hann skrifaði
um brunann (bls. 95–104), sem og opinber gögn frá hinum ógnvænlegu
dögum (bls. 105–117), að ógleymdum áður útgefnum bréfum Árna Magnús-
sonar eftir brunann og broti úr annál séra Jóns Halldórssonar í Hítardal, en
hann skrifaði eftir frásögn Finns sonar síns sem var í Kaupmannahöfn og
tók þátt í björgunaraðgerðum (bls. 118–129). Einnig fylgir stutt frásögn
Peders Horrebows, prófessors í stjörnufræði (bls. 145–149), en hér og þar
er líka skotið inn aukatextum í líki mynda (bls. 23, 79, 99). Til samanburð-
ar við brunarit Jóns er svo birt ítarleg lýsing hins konunglega sagnaritara
Andreasar Hojers á brunanum, bæði á þýsku og í íslenskri þýðingu útgef-
anda (bls. 130–145 og 167–176). Allt er þetta vel til fundið og haganlega
unnið.
Síðast en ekki síst birtist nú á prenti í allra fyrsta sinn dagbók Jóns
Ólafssonar frá því hann var ungur sveinn Páls lögmanns Vídalíns í Víði-
dalstungu og síðan námsmaður í Kaupmannahöfn (bls. 3–57). Þau ár var
hann í vinnu hjá Árna Magnússyni, þótt vart gæti þess í færslum. Í dagbók-
inni vísar Jón í brunarit sitt (bls. 33) og má því segja að þau tengist órofa
böndum sem réttlæti útgáfu á einni bók.
Textum þessum fylgir mátulegur inngangur. Gerð er grein fyrir dag-
bókarskrifum Jóns en þess þó ekki getið að líklega marka þau tímamót í
þróun sjálfsvitundar á Íslandi, því að eldri rit af sama tagi er vart að finna.
Lýst er nánasta umhverfi Jóns á þessum árum og farið misnákvæmlega í
atriði. Þannig er mikið lagt upp úr lögbókarendurskoðun Páls Vídalíns
(bls. xii) en þess rétt getið að Jón skrifaði ókjör af handritum fyrir Árna
Magnússon (bls. xvii). Snæbjörn Pálsson á Mýrum í Dýrafirði fær undar-
lega mikið pláss og ranghermt er að þeir Páll hafi verið mágar, heldur voru
þeir svilar. Hefði um málefni Snæbjarnar, fyrst þau eru nefnd, mátt vísa til
útgefinnar dómabókar Markúsar Bergssonar, sýslumanns í Ísafjarðarsýslu
(bls. xiii). Umfjöllun Sigurgeirs um brunaritið er vönduð og samanburður
á því og öðrum lýsingum á brunanum í Kaupmannahöfn áhugaverður
R I T F R E G N I R 257
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 257