Saga - 2006, Qupperneq 258
(bls. xxii–xxviii). Greinargerð fyrir handritum er skýr en þeim mun óljós-
ari um frágang textans, því um það atriði segir aðeins þetta: „Stafsetning
ritanna er samræmd og færð að nútíma rithætti en þó er haldið ýmsum
sérkennum og dönsku/íslensku bræðingi Jóns og rithætti hans á manna-
og staðarnöfnum haldið“ (bls. xxix). Á öðrum stað segir að stafsetning sé
„samræmd“ (bls. 118). Of mörg álitaefni eru uppi við útgáfu á eldri text-
um til að þetta geti talist fullnægjandi. Það kemur líka ýmislegt í ljós við
lesturinn sem ekki er nefnt í innganginum, svo sem að settir eru svigar
utan um upplausn skammstafana, sem mikið er um í dagbókinni, til dæm-
is á mannanöfnum. Þetta hefði þurft að nefna í inngangi og rökstyðja, því
að aðferðin lýtir textann verulega. Hún er heldur ekki útfærð í fullu sam-
ræmi, því að stundum er skammstöfunum haldið (til dæmis á bls. 3, 5, 9,
18, 30, 43).
Ekki er heldur útskýrt í inngangi hvað stjörnur * fyrir framan orð þýði,
sem virðist ýmist vera athugasemd um handrit, leiðrétting eða orðaskýr-
ing (sjá bls. 10, 12, 15). Þá eru svigar af tegundinni {} ekki útskýrðir (bls. 13,
24) fyrr en seint og um síðir neðanmáls, að þeir merki hornklofa í sjálfu
handritinu (bls. 43). Ekki er heldur nefnt í inngangi að oddklofi sé settur
utan um bókstafi sem útgefandi eykur við textann (bls. 47). Öfgar í þver-
öfuga átt til of mikillar nákvæmni eru að fylgt er blaðsíðuskilum af ýktri
alvöru og fer textinn fyrir vikið að minnsta kosti tvisvar í sundur (bls. 5,
56). Ekki bar ég útgáfuna saman við handrit, en miðað við mynd af dag-
bókaropnu (bls. 29) er verkið vel unnið. Þó er á einum stað í dagbókinni
greinilegur mislestur þegar segir „Lög þingsins, dóma og passager“, sem
hlýtur að eiga að vera „Lögþingsins dóma og passager“ (bls. 6). Miklar
skýringar fylgja textanum neðanmáls og eru velflestar þeirra áhugaverðar,
en á köflum truflandi langar, einkum í brunaritinu þar sem farið er í ævi-
atriði aukapersóna og atburðum lýst til hliðar við lýsingu Jóns (bls. 59, 65,
73). Eins eru of margar myndir hafðar með af byggingum og öðru sem
bæta litlu við textann. Þá er það óþarfa sérviska að raða útlendum nöfnum
í ritaskrá og nafnaskrá í stafrófsröð eftirnafna en hafa samt fornafnið fyrst.
Staðanöfn hefðu átt að fá að vera með í nafnaskrá. Í ritaskrá heita handrit
ekki neitt, sem er vondur siður, því þau verðskulda jafn ítarlega færslu og
prentuð rit.
Allt eru þetta þó smáatriði sem ekki vega þungt miðað við gæði verks-
ins á heildina litið. Bókin er líka fallega rauð og smekklega uppsett — eigu-
legur gripur og áhugaverð. Fagna ber framkvæmdasemi Góðvina Grunna-
víkur-Jóns, félags sem helgað er minningu mannsins, og vonandi koma enn
fleiri rit hans út innan tíðar. Af nógu er að taka.
Már Jónsson
R I T F R E G N I R258
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 258