Saga - 2006, Page 259
BORGARBROT. SEXTÁN SJÓNARHORN Á BORGARSAMFÉLAG-
IÐ. Ritstjóri Páll Björnsson. Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan.
Reykjavík 2003. 223 bls. Myndir, kort, línurit og töflur. Höfundar
greina: Páll Björnsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Helgi Þorláksson,
Guðjón Friðriksson, Eggert Þór Bernharðsson, Ágústa Kristófersdótt-
ir, Skúli Sigurðsson og Stefán Pálsson, Trausti Valsson, Sigríður Krist-
jánsdóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigrún
Sigurðardóttir, Ástráður Eysteinsson, Ásgeir Jónsson, Salvör Jónsdótt-
ir, Stefán Ólafsson.
Sjaldan hefur umræða um skipulagsmál verið meiri en einmitt nú í kjölfar
deilna um flugvöll í Reykjavík og nýtingu Vatnsmýrarinnar. Það er því
ánægjulegt að Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan hafa gefið út á bók 16
erindi um borgarsamfélagið. Sagnfræðingafélag Íslands ásamt Borgar-
fræðasetri stóð fyrir röð fyrirlestra undir yfirskriftinni Hvað er borg? vetur-
inn 2002–2003. Í ritinu Borgarbrot er að finna flest erindin sem voru flutt
þennan vetur og eins og gefið er til kynna í undirtitli bókarinnar birtast á
síðunum ólík sjónarhorn á borgarsamfélagið. Höfundarnir koma úr ýmsum
fræðigreinum, sagnfræðingar eru vissulega fjölmennir en einnig eru arki-
tekt, landfræðingar, mannfræðingur, bókmenntafræðingur, þjóðfélagsfræð-
ingur og afbrotafræðingur meðal höfunda efnis. Efnistökin eru því fjöl-
breytileg og eftir lestur bókarinnar er lesandinn margs vísari um borgina
sem fyrirbæri, um þróun þéttbýlis og borgarsamfélagsins.
Allt áhugafólk um skipulagsmál er hvatt til að kynna sér efni bókarinn-
ar og ekki bara þeir sem vilja vita meira um forsendur og þróun skipulags
í Reykjavík; allir þeir sem koma að skipulagsmálum um land allt hafa gagn
af þessu riti. Skipulagsmál í höfuðborginni eiga sér vissulega lengri sögu en
annars staðar á landinu en þá hlýtur óhjákvæmilega að vera hægt að draga
lærdóm af því sem þar hefur verið gert, læra af mistökum og nýta sér
reynslu af því sem vel hefur verið gert í höfuðborginni. Það er gagnlegt fyr-
ir alla að rifja upp starf og viðhorf brautryðjenda á þessu sviði og velta því
um leið fyrir sér hvort leiðarljós Guðmundar Hannessonar um ljós og loft
hafi alveg gleymst í nútímanum. Vissulega eru forsendur skipulagsfræð-
inga aðrar nú en við upphaf 20. aldarinnar en manneskjan hefur lítið breyst;
öll höfum við þörf fyrir húsaskjól og einnig viljum við búa í umhverfi þar
sem okkur líður vel og við teljum okkur og börnin okkar örugg. Glíman við
að finna lausn á kröfunni um greiða leið í vinnuna á sama tíma og við krefj-
umst þess að börnin okkar komist örugg í og úr skóla er raunveruleiki
þeirra sem fást við skipulagsmál nú til dags. Stóraukin bílaumferð og ört
stækkandi umferðarmannvirki með mengun og hávaða er fylgifiskur þétt-
býlis á okkar tímum en á bíllinn að vera í öndvegi? Hvað með hreint loft,
kyrrð og ró, garða og græn svæði? Hvernig er umhverfi sem göfgar and-
ann, er innblástur ljóðskálda og listamanna? Í erindunum er fjallað um
þessi viðfangsefni út frá mismunandi sjónarhólum og bent á ýmsar hliðar-
R I T F R E G N I R 259
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 259