Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 17
SKÍRNIR
AÐ HUGSA í MYNDUM
239
skilin sama skilningi, eins og kemur fram í skáldskaparfræðum
miðalda.19
Kenningum um höfuðið og himininn er lýst með mjög svipuð-
um hætti í Skáldskaparmálum Snorra Eddu. Hin fræðilega útlegg-
ing er hér samstiga skilningi skáldanna. Hvort tveggja eru
kosmólógískar kenningar, myndmálið um mannslíkamann, og
myndmálið um himininn, himintunglin og úrkomuna sem fellur
til jarðar. Myndhverfingin um mannslíkamann felur í sér skírskot-
un til hins stóra sköpunarverks heimsins, en í umbreytingunni
verður um leið merkingarleg samlögun. Þetta á einnig við um lík-
ingar um hin kosmólógísku fyrirbæri; alheimurinn umhverfist í
mannslíkamann, verður þannig höndlanlegur og mælanlegur á
kvarða mannslíkamans. Lítum snöggvast í forskriftarbók skálds-
ins og hugum að samhljómi á milli lýsinga á höfðinu og himnin-
um. I Skáldskaparmálum er höfðinu lýst þannig:
Höfuð heitir á manni. Það skal svo kenna að kalla erfiði háls eða byrði,
land hjálms og hattar og heila, hárs og brúna, svarðar, eyrna, augna,
munns; Heimdalar sverð, og er rétt að nefna hvert sverðs heiti er vill og
kenna við eitthvert nafn Heimdalar. Höfuð heitir ókennt haus, hjarni,
kjannur, kollur.20
í Ormsbók er bætt við nokkrum dæmum, og þar eru jafnframt
eftirfarandi viðbætur: „höfuð er kennt himinn eða hús höll eða
snekkja heila og alls þess er í höfði býr.“21 Himninum skal lýsa á
þennan hátt:
Hvernig skal kenna himin? Svo að kalla hann Ymis haus og þar af jötuns
haus og erfiði eða byrði dverganna eða hjálm Vestra og Austra, Suðra,
Norðra, land sólar og tungls og himintungla, vagna og veðra, hjálmur eða
hús lofts og jarðar og sólar.22
Höfuðið er notað í goðsögulegum myndlíkingum um himininn.
Snorri mælir með því að nota erfiði eða byrði sem stofnorð í kenn-
19 Nánari umfjöllun er í kaflanum „Cosmological Imagery" í Tools of Literacy
(Guðrún Nordal 2001a:285-296).
20 Skáldskaparmál: 108.
21 Ókennd heiti í Codex Wormianus: 111.
22 Skáldskaparmál:33.