Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 105
SKÍRNIR
NÝ FÉLAGSRIT OG SKÁLD ÞEIRRA
327
lands minni eftir Steingrím sem birtist í Nýjum félagsritum árið
eftir.
Félagið sendi út boðsbréf árið 1855. Ekki er vitað hver samdi
það, en textinn hefir meira svipmót af rithætti Gísla Brynjúlfsson-
ar en Jóns Sigurðssonar. Það hefst með þessum orðum:
„Ný Félagsrit“ hafa nú staðið fimmtán ár, og þessi ár eru og munu jafnan
verða allmerkileg í sögu íslands. Á þessum árum er alþing stofnað að
nýju; skólinn hefir fengið mikla og góða endurbót í margan máta; versl-
unaránauðinni er aflétt, og vér getum nú horft út um guðs víða veröld sem
frjálsir menn í öllum viðskiptum. En þó er það mest vert, að á meðal vor
sjálfra er kviknuð ný tilfinning, ný von, nýtt fjör, sem er sú fyrsta og besta
undirrót til allra þjóðlegra framfara. „Ný Félagsrit“ hafa átt nokkurn þátt
í umræðu allra þessara mála, þau hafa leitast við að skýra hugmyndir
manna um þau, vekja eftirtekt á aðalatriðunum, hvetja til samhuga fylgis
við þessi atriði, og í öllum efnum að vekja, laga og hvetja alþjóðlegan
skilning og alþjóðlegan áhuga á þeim og öðrum þjóðlegum íslenskum
málefnum. Þessi viðleitni hefir að vorri ætlan borið ávöxt framar vonum.
Nú er allmikill sigur fenginn, og nú hefst nýr kafli í sögu lands vors. Flér
þarf ekki aðeins að halda við því sem unnið er, heldur og að vinna meira.
Hin þjóðlegu réttindi vor í sambandinu við Dani eru enn eigi viðurkennd,
hin stjórnlegu ekki heldur, fjárhagsmálið liggur í dái, mörg merkileg inn-
lend mál eru í tilbúningi, eða varla það, svo sem sveitastjórnarmálið,
læknaskipunarmálið, póstgöngumálið, vegalögin og margt fleira.
Félögum á íslandi fjölgaði verulega um þetta leyti. Forstöðu-
nefndin var óbreytt árið 1856, og í ritinu birtust fleiri kvæði en
nokkru sinni fyrr eftir sömu skáld og árið áður. Sautjándi árgang-
urinn, 1857, var hins vegar án kvæða. Guðbrandur Vigfússon kom
í forstöðunefndina í stað Magnúsar Eiríkssonar sem hafði átt sæti
í henni frá upphafi. Ekki er vitað um orsakirnar fyrir breyting-
unni. Á næsta ári, 1858, varð sú breyting á nefndinni að Steingrím-
ur Thorsteinsson kom inn í stað Gríms, og Gísli Brynjúlfsson og
Steingrímur lögðu bundna málið til.
Samkvæmt fundarboði 14. janúar 1858 voru níu boðaðir á fund
16. janúar „til að ráðgast um útbúnað á 18da ári „Nýrra félagsrita"
og kjósa fimm menn í forstöðunefnd." Þeir voru Arnljótur Ólafs-
son, Gísli Brynjúlfsson, Grímur Thomsen, Guðbrandur Vigfús-