Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 114
336
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
stöðunefnd hafi Björn Jónsson „lofað að tala um lagaskóla á ís-
landi, og verða þar um frjálsar umræður svo sem tími leyfir."
Laugardaginn 24. febrúar s.á. var boðaður fundur: „Síra Matthías
Jochumsson mun flytja mál um alþýðuskóla á Islandi, og verða
þar um frjálsar umræður eftir því sem tíminn leyfir.“
í næstsíðasta fundarboði, dagsettu 18. nóvember 1872, segir:
„Efni fundarins er að ráðgast um útgáfu á 30ta ári Félagsritanna og
að kjósa fimm menn í forstöðunefnd.“ Tala skráðra félagsmanna
var nítján og sautján komu á fundinn. Samkvæmt fundarboði
skyldi hann haldinn 22. nóvember, en á miða með atkvæðatölum
er dagsetningin 21. nóvember. Atkvæði féllu þannig að Björn
Jónsson, Jón Sigurðsson og Sigurður L. Jónasson fengu allir 17 at-
kvæði, Eiríkur Jónsson 16 og Björn M. Ólsen 10.
Hin varðveittu fundarboð eru yfirleitt með hendi Jóns Sig-
urðssonar. Þau síðustu gætu samt verið skrifuð af Sigurði Han-
sen og undirrituð af Jóni. Það síðasta er dagsett 18. febrúar 1873;
„... vegna forstöðunefndarinnar / Jón Sigurðsson." Fundurinn
átti að hefjast 22. febrúar kl. 7 e.m. hjá Thun matsala á Sct. Annæ
Plads 13, 1. sal. Efni fundarins var: „1. að skýra frá fjárhag Félags-
ritanna. 2. Eiríkur Jónsson heldur ræðu „um skylduna við móður-
málið.“ Þeir félagsmenn sem fengu þetta fundarboð voru tuttugu
og fimm talsins. Af þeim sögðust sautján mundu koma. I röðum
þeirra eru mörg alþekkt nöfn: Björn Jónsson, síðar ráðherra, Ind-
riði Einarsson rithöfundur, Júlíus Havsteen, síðar amtmaður, tveir
synir Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, og Jón Sigurðsson frá
Steinanesi. Þekktir menn sem ekki komu voru t.a.m. Björn M. Ól-
sen, sem var veikur, og Magnús Eiríksson, sem virðist ekki hafa
sótt fundi félagsins þegar hér var komið. I þessu fundarboði var
ekki boðað til nefndarkjörs vegna útgáfu Nýrra félagsrita.
II
Fyrstu kvæðin í Nýjum félagsritum voru þýðingar eftir Grím
Thomsen. Hann hafði áður birt ljóðaþýðingu og frumort kvæði í
Fjölni, en ljóðaþýðingar hans í Nýjum félagsritum árið 1844 voru
á kvæðum eftir Byron og Goethe, sem kallaðar voru Sjómannavís-