Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 133
SKÍRNIR [Þ]ANNIG YRÐI MÉR OG LIST MINNI ...
355
sem forstöðumann fyrir hljóðfæraflokki, sem í ráði var að koma
upp, en það komst inn á alt aðra braut með stofnun Tónlistaskól-
ans hjer, sem þú munt hafa spurnir af“, segir Helgi. „Þar fjekk út-
varpið svo hagkvæm kjör um hljómleika yfir veturinn, sjálft laust
við alt umstang og ábyrgð, og með hverfandi litlum kostnaði, að
ekki var viðlit fyrir okkur að hafna því tilboði. Jeg veit að Páll
gerði alt sem hægt var til að Hljómsveitin rjeði þig í sína þjónustu,
en það bar ekki árangur að sinni." Hins vegar vanti „góða og
mentaða menn til margs“ við útvarpið, til dæmis vanti „speaker"
sem og mann til að taka saman erlendar fréttir. „Til þessa starfs
þarf vel mentaðan mann á alheimsvísu, tungumálamann, skarpan
mann og fljótan að velja og hafna, öruggan smekkmann." Síðan
segir Helgi: „Nú viljum við Páll báðir, og með vitund og sam-
þykki dr. Alexanders [fóhannessonar], láta þig vita, að við höfum
talað um það sem mjög svo hugsanlegt, að þú vildir til að byrja
með eitt ár taka að þjer þetta tvent saman, útlendu frjettirnar og
spíkerinn ...“ Helgi biður Jón svo um að síma sér um hæl til að
láta þá Pál vita hvort hann vilji „nokkuð á þetta líta eða um tala“.
Helgi ítrekar þó að ekki megi Jón taka þetta bréf sem loforð um
starf því að aðrir en þeir Páll ráði þessu endanlega. Heldur skuli
hann líta á bréfið „sem bendingu eða upphaf að umtali um þetta
mál.“ Helgi segir útvarpið munu verða heldur sparsamt um kaup-
gjald og biður hann Jón um að tiltaka lægstu kaupkröfu. Stöðina
segir hann taka til starfa í seinasta lagi í október en Jón kveður
hann ekki þurfa að hefja störf undir eins heldur hafi hann um það
frjálsar hendur.14
Vildi ekki Jón beldur konu
Af fyrstu viðbrögðum Jóns að dæma virðist sem hann íhugi það í
fyllstu alvöru að taka við starfi „speakers“ hjá útvarpinu, sem
Helgi Hjörvar finnur síðar upp á að kalla þul,15 fornu orði um
14 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Helgi Hjörvar og Páll Isólfsson til
Jóns Leifs, 10. september 1930.
15 Gunnar Stefánsson, Utvarp Reykjavík, bls. 58.