Skírnir - 01.09.2002, Page 175
SKÍRNIR
FANGGÆSLA VANANS
397
um það hvers konar glapstigu ég sé kominn á og vill raunar skipa
mér á bás með nokkrum valinkunnum sagnfræðingum á 19. öld,
sem hafa safnað saman því sem gjarnan er nefnt þjóðlegur fróð-
leikur.61 Loftur lætur eftir sér að halda slíku fram árið 2001, tíu til
fimmtán árum eftir að þess konar ranghugmyndir voru kveðnar í
kútinn erlendis.
Það merkilega við þennan hugtakarugling hjá Lofti er að hann
er eiginlega sjálfur sannfærður um að þetta geti ekki staðist (jafn-
vel þótt hann haldi rökræðunni til streitu) því að í tvígang staldr-
ar hann við og nær ekki endum saman. Fyrra hikið kemur þegar
hann hefur rætt um stund um einvæðinguna og hvað í henni felist
og segir síðan: „Þetta þversagnakennda orðalag kemur óneitanlega
á óvart; því skyldi „hugmyndafræði einsögunnar" ekki fela í sér
m.a. hugmyndir um hvernig best henti að fjalla um og gera grein
fyrir því sem gerðist í fortíðinni og þá jafnframt kenningarleg
sjónarmið varðandi eðli manns og samfélags?"62 Þarna hefði Loft-
ur mátt halda áfram og spyrja sig bara beint: „Er ekki hugmynda-
fræði einsögunnar byggð á kenningum?" Og svarið væri auðvitað
jákvætt, eins og lesa má í nánast öllu sem ég hef látið frá mér fara
á síðustu tíu árum eða svo.
Síðara hikið kemur undir lok greinarinnar þegar Loftur velt-
ir fyrir sér hættunni á því að „kenningar taki völdin" eins og
hann orðar það, og segir síðan: „Á móti vegur m.a. að kenning-
ar, sem beitt er í sagnfræði, eru yfirleitt ekki ýkja yfirgripsmikl-
ar eða langdrægar heldur næsta skammdrægar, varða afmörkuð
tímabil í sögulegri þróun tiltekinna þjóðfélaga."63 Það er engu
líkara en að Loftur sé hér að segja að það sé munur á kenningu
og stórsögu; hér eru þær nefndar skammdrægar og langdrægar
kenningar! Þetta verður að teljast svolítið broslegt, svo ekki sé
meira sagt, en Loftur er alveg við það að koma auga á muninn
þar á milli.
Loftur telur að „langdrægu kenningarnar" hafi lítil áhrif á skrif
61 Loftur Guttormsson, „Smátt og stórt í sagnfræði", bls. 460 og 462-471.
62 Loftur Guttormsson, sama heimild, bls. 468.
63 Loftur Guttormsson, sama heimild, bls. 470-471.