Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 108
330
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
spurði eg hann þá, hvort hann yrði ekki samferða á fundinn, en hann vissi,
sem von var, ekki af neinum fundi, og greip þetta mig þá svo undarlega,
að eg hvergi fór. Svona liggur í þessu og verð eg nú að biðja þig að skoða
hið fyrra bréf mitt, sem það ekki væri skrifað. -
Skýringin á því hvers vegna Steingrímur brást svo harkalega við
er væntanlega sú að hann hefir álitið að gengið væri fram hjá
Gísla Brynjúlfssyni, en málið skýrist þegar hann fékk að vita að
hér var um fund í forstöðunefndinni að ræða, en Gísli átti þar
ekki lengur sæti og því ekki boðaður á fund. Steingrímur heldur
síðan áfram að tala um hvernig andrúmsloftið sé í félaginu og
segir:
Eg hafði reyndar haldið að nokkur jöfnuður gæti komist á, ef menn töl-
uðu sig saman, en það var alls ekki mín meining að til þess skyldi gera
neinar gyllingar, því þar til var engin ástæða, og því síður, að ritin skyldu
taka nokkra aðra stefnu en áður. - En mér þykir ísjárvert, þegar
„Legationsraad Thomsen" er farinn að gefa sig við íslenskri Politík og
skapa sér flokk; þegar honum helst uppi að bera fram þær skoðanir, sem
eru verri en danskar, og svo lúalegar, að langt má seilast aftur í tímann til
að finna nokkuð jafnvesælt. - Það er illt, þegar góðir menn slæðast inn í
þesskonar og þessvegna þótti mér fremur þörf á að styrkjast en að veikj-
ast. -
Grímur Thomsen var sá í flokki Hafnar-íslendinga sem hallaðist
mest að skandinavísku hreyfingunni á unga aldri. Hún átti litlu
fylgi að fagna hjá Hafnar-íslendingum. Engu að síður þótti Stein-
grími réttara að gjalda varhuga við málflutningi Gríms, og þeim
sem kynnu að vera á bandi hans, eins og kemur fram síðar í bréf-
inu þar sem hann segir:
Eg er ekki í neinum vafa um Gísla og Arnljót. Hinn síðarnefndi er veð-
urviti og á seinni tímum vinur Gríms, eg er málkunnugur honum eins og
fyrri, en eg veit vel að hann hefur alls enga meiningu; Gísla þekki eg ekki
nema að góðu, og ekki held eg að hann breyti eftir öðru, en sannfæringu
sinni; hann er víst ekki Skandinav í sama skilningi og Grímur. - Reynd-
ar sé eg ekki að Skandinavisme sé neitt, sem þurfi að breyta skoðun
manns á íslands málum, mér finnst hann ofur meinlaus, nema menn um
leið afneiti þjóðerni sínu og þjóðréttindum og vilji gera ísland að niður-
setningi. -