Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 232
454
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
SKÍRNIR
Kenningar fulltrúans eru ekki úr lausu lofti gripnar. Þeim ber um
margt saman við hugmyndir um ísland og íslendinga sem Sumarliði ís-
leifsson ræðir í grein um fyrirmyndarsamfélagið ísland, en þar bendir
hann á hvernig ísland hefur í aldanna rás tekið á sig æði furðulegar mynd-
ir í augum gesta. Hann rekur hvernig ferðabækur frá fyrri öldum og
ferðamannakynningar samtímans bregða ýmist upp mynd af íslandi sem
útópíu eða dystópíu og vísar þar meðal annars til kenninga um uppruna
íslendinga sem minna á hugmyndir fulltrúans loðbrýnda: „í arabískum
miðaldaheimildum var m.a. fullyrt að eyjan Thule væri á ystu mörkum
hins byggilega heims og staðhæft að fólk sem byggi handan sjöunda loft-
lagsbeltis líktist meira villidýrum en fólki, jafnvel að það væri að hálfu
leyti sjávardýr og hálfu leyti menn.“34 Sumarliði ræðir þessar hugmyndir
út frá landfræðilegum aðstæðum. ísland er eyja, og sem slík býður hún
upp á tengsl við útópískar hugmyndir, en „eyjar hafa líka lengi verið
tengdar undrum, furðum og ævintýrum, góðum og illum eiginleikum"
(124) og skiptir staðsetningin þá miklu máli. Sem eyja lengst í norðri hef-
ur Island því tekið á sig neikvæða mynd, sem kalt og ófrjósamt land:
„Villimennska, tröll og forynjur réðu þar ríkjum", og áttu íbúar þess að
vera afkomendur „Gógs og Magógs, en í Biblíunni var greint frá því að í
fyllingu tímans kæmi sú hin illa þjóð og reyndi að eyða veröldinni" (125).
Nú ber að geta þess að í skáldsögunni eru kenningar þessar settar fram
af manni sem er ekki beint gerður trúverðugur af hálfu höfundar, enda
finnst Leó þetta vera heldur aumt. Af því mætti álykta að lesanda sé ekki
ætlað að taka þetta of alvarlega. En málið er ekki svo einfalt. í upphafs-
kafla bókarinnar, sem er jafnframt eins konar inngangur að henni og teng-
ir hana við Augu þín sáu mig, segir frá berserki sem lætur sér í fyrstu
nægja að eyða sunnanverðri Asíu, en leggur síðan land undir fót og ryðst
yfir álfuna, stekkur yfir Bospórsund og klofar upp eftir Evrópu. Hann
kemur að fljóti, en það var Saxelfur, og ákveður að fylgja því til sjávar.
„Valkestir hlóðust upp á leið hans, árvatnið litaðist blóði, og frá árósun-
um lagðist dumbrauð slikja alla leið á hjara veraldar; þar var eyjan Thule
að verða til, í það minnsta Vestfirðir" (10). Af þessu hlýtur lesandi að
draga þá ályktun að söguhöfundur álíti einmitt að ísland sé gamla Thule,
alveg eins og fulltrúinn heldur fram síðar. Og undir lok bókarinnar, þeg-
ar Leó hefur fangað Hrafn til að ná af honum gullinu - gulli gullgerðar-
mannsins sem er það eina sem lífgað getur leirbarnið við - þá breytist
Hrafn í varúlf:
Allt varð eins og í þeim andstyggilegu hasarblöðum sem bannað var
að flytja til landsins: Draummaðurinn ruddist upp úr farangurs-
34 Sumarliði R. ísleifsson 2002, s. 122. Eftirleiðis verður vitnað í greinina með
blaðsíðutali innan sviga.