Skírnir - 01.09.2002, Page 41
SKÍRNIR
KONUNGS LOF
263
Síðan telur skáldið upp kosti Jóns Loftssonar og verða þeir að
kallast konunglegar dygðir. Hann er manna sættir, deilir út gjöf-
um, og við slíkan afreksmann skyldi enginn deila; forfaðir hans,
Sæmundur hinn fróði, vissi um snilli Lofts sem var öllum mönn-
um fremri, og Jóni syni hans kippir í konungakyn:
Það hefir ætt
Oddaverja
jöfra kyns
alla prýdda
dótturson
sá er dögum oftar
fremst margnýtur
Magnús konungs (528).
Ég hygg að ekki verði öllu betur látið í ljós að Jón sé konung-
um jafn; til þess hefur hann bæði mannkosti og göfugt ætterni.
Næsta skref yrði því að gera hann að slíkum þjóðhöfðingja, en
það varð aldrei og ekki heldur tókst niðjum hans að ná slíkri þjóð-
félagsstöðu. Preben Meulengracht Sorensen hefur skýrt stöðu
Jóns Loftssonar svo að hann hafi staðið utan þess samfélags sem
Islendingasögur og þjóðveldislögin bera vitni um. Snorri Sturlu-
son hafi og náð svipaðri stöðu þegar hann tók við nafnbótum af
Hákoni gamla. Kvæðið sjálft er aftur á móti vitnisburður um að
hugmyndir um einn ættborinn konung hafa verið vel þekktar,
enda þótt þær hafi ekki notið hylli allra landsmanna. Hugmyndin
um einn konung lands kemur einnig fram í annarri heimild. í lat-
neskum brotum af Þorláks sögu er Jón Loftsson kallaður princeps
patriae, sem hlutlaust mætti þýða fremsti höfðingi fósturjarðar
(Sverrir Tómasson 1992:281), en fremsti höfðingi lands er á þess-
um tíma einnig nefndur jöfur, konungur, og í þeirri merkingu er
orðið princeps oftast notað á miðöldum. Ármann Jakobsson hefur
bent á að það hafi verið notað um þann sem taldi sig vera undan-
fara konungs, þess manns sem ekki vildi kalla sig hinu forna tign-
arheiti rex, konung (1997:297); orðið gæti samt haft neikvæða
merkingu rétt eins og jöfur, myrkrahöfðinginn heitir jöfur helvít-
is í Niðurstigningar sögu (Heilagra manna sagur 11:6), - og ekki
hafa menn oft efast um að hann hafi verið þar einráður.