Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 65
SKÍRNIR
UM LANDSINS GAGN OG GRÓÐA
287
Önnur landlýsingarkvæði
Að lokum verður hér stuttlega gerð grein fyrir nokkrum kvæðum
sem einnig má telja til landlýsingarkvæða. Þar er annars vegar um
að ræða kvæði á latínu en enginn vafi er á að landlýsingar á latínu
hafa haft áhrif á þess konar bókmenntir á móðurmálinu. Hins veg-
ar eru það sem kalla má ólærð, alþýðleg landlýsingarkvæði. Til er
lítið kvæði eftir Stefán Ólafsson (1618-1688), lofkvæði um dönsku
eyjuna Samso í átta vísuorðum á latínu, ort 1647.52 Þess má geta
að Stefán þekkti til kveðskapar Kingos og þýddi vikusálma eftir
hann á íslensku. Þetta kvæði Stefáns mun hins vegar ort áður en
Kingo yrkir helstu landlýsingarkvæði sín, en eitt þeirra er, eins og
áður segir, einmitt lýsing á þessari sömu eyju, Samsos korte
beskrivelse. Jón Þorkelsson (f. 1697), eða Johannes Thorkillius
Chrysorinus eða Aurimontanus, eins og hann kallaði sig eftir fæð-
ingarstað sínum, Gullbringusýslu, síðar rektor í Skálholti, orti á
árunum 1728-37 kvæði sem hann nefndi Chrysoris eða Gull-
bringuljóð, ort á latínu, undir elegískum hætti og er dæmigert
„topografisches laudatio". Árið 1735 orti hann annað kvæði á lat-
ínu undir hexametri: Eclogarius Islandicus (Islendingadrápa). Um
þetta kvæði segir Sigurður Pétursson: „Emnet er som for sagt is-
landsk, fremstillingen derimod i en stærk pietistisk ánd, medens
form og billedsprog stammer fra den græsk-romerske religion og
mytologi pá ægte humanistisk vis.“53 Athyglisvert er að í kvæðinu
kemur víða fram sterk þörf Jóns Þorkelssonar fyrir „að verja Is-
land“ og heiður íbúa þess.54
Einnig eru til dæmi um alþýðleg landlýsingarkvæði, sem virð-
ast sprottin beint upp úr raunverulegu lífi fólks. Hér verða aðeins
nefnd tvö en eflaust eru mun fleiri til. Annað er Kolbeinseyjarvís-
52 Stefán Ólafsson: Kvœbi 2. Útg. Jón Þorkelsson. Kaupmannahöfn 1886:390.
53 Sigurður Pétursson: „Jón Þorkelssons flersprogede litterære virke med ud-
gangspunkt i hans hovedværk, Specimen Islandiæ Non-Barbaræ.“ Latin og
nationalsprog i Norden efter reformationen. Konference 1.-5. august 1987,
Biskops-Arnö. Marianne Alenius o.fl. (útg.) (Renæssancestudier 5). Kaup-
mannahöfn 1991:271-278, hér 274.
54 „Endnu engang finder Jón Þorkelsson en anledning til at forsvare Island og
dets indbyggeres ære i et digt ...“ Sama heimild, bls. 275.