Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 173
SKÍRNIR
FANGGÆSLA VANANS
395
Þegar nær dró aldamótunum fóru fræðimenn á borð við Joan
W. Scott og Lawrence Levine að mótmæla yfirlitsritum og stór-
sögulegum tengingum sagnfræðinnar á þeim forsendum að
við einföldum hluti sem við rannsökum út frá flókinni sam-
setningu þeirra“, eins og Levine orðar það. í framhaldi kallar hann
eftir því að sagnfræðingar gefi hinni flóknu flóru lífsins tækifæri á
að njóta sín og leysa þannig upp þekkingarfræðilegar málamiðlan-
ir; að breyta heildarsýn í sundurlausar myndir.56 Undir svipuð
sjónarmið hafa margir sagnfræðingar tekið og ekki síst þeir sem
rannsakað hafa hópa og einstaklinga sem tilheyra „jaðrinum"
(„the others“) eins og stundum er komist að orði; þeim hópum
sem sagnfræðin hefur sinnt illa hingað til. Femínistar undir for-
ystu Joan W. Scott hafa verið þar framarlega í flokki og greinasafn
hennar Gender and the Politics of History hafði mikil áhrif.57
Undir lok níunda áratugarins tók Scott svo til orða um sömu hug-
myndir: „Mér hugnast helst sú lýðræðislega sagnfræði sem tæki
mið af þeirri staðreynd að það munu alltaf verða til fjölmargar
sögur, að endursögn þeirra kallar á baráttu um völd og þekkingu
og umfjöllun sagnfræðingsins verður alltaf hlutdræg ... Það er ein-
mitt fjölbreytni þessara sagna og þeirra einstaklinga sem þar koma
við sögu, skorturinn á einni miðlægri sögu, sem hinum íhalds-
sömu finnst óbærileg vegna þess að hún grefur undan skilyrðum
fyrir valdastöðu þeirra."58 Ég er hallur undir þessa hugmynda-
fræði, eins og sjá má á rökum mínum um einvæðingu sögunnar,
vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að slíta
story í nokkurn tíma. Þar hafa birst meðal annars rit eftir Peter N. Stearns,
Interpreting the Industrial Revolution (Washington, D.C. 1991) og Louise A.
Tilly, Industrialization and Gender Inequality (Washington, D.C. 1993).
56 Lawrence Levine, „The Unpredictable Past: Reflections on Recent American
Historiography.“ AHR Forum: The Old History and the New. American Hi-
storical Review 94 (1989), bls. 674-679. Sjá einnig afar áhugaverða grein um
þessa umræðu í Bandaríkjunum: Randolph Roth, „Is There A Democratic Alt-
ernative to Republicanism? The Rhetoric and Politics of Recent Pleas for Synt-
hesis.“ Contesting the Master Narrative. Essays in Social History. Ritstj. Jeffrey
Cox og Shelton Stromquist (Iowa City 1998), bls. 210-256.
57 Joan W. Scott, Gender and the Politics of History (New York 1988).
58 Joan W. Scott, „History in Crisis? The Others’ Side of the Story.“ American
Historical Review 94 (1989), bls. 691-692.