Skírnir - 01.09.2002, Síða 111
SKÍRNIR
NÝ FÉLAGSRIT OG SKÁLD ÞEIRRA
333
í vor. Fundurinn verður kl. 6 e.m.“ Undir fundarboðinu voru eft-
irtalin nöfn: Jón Sigurðsson, Sigurður Jónasson, Magnús Stephen-
sen og Þorvaldur Bjarnarson. Þeir sem áttu að fá fundarboðið
voru Magnús Eiríksson, Sigurður Hansen, Skafti Jósepsson og
Ásgeir Ásgeirsson. Eins og sjá má var félagið orðið næsta þunn-
skipað. Forstöðunefnd skipuðu Jón Sigurðsson, Magnús Stephen-
sen, Sigurður L. Jónasson, Þorvaldur Bjarnarson og Steingrímur
Thorsteinsson sem kom aftur inn í forstöðunefndina. Kvæðin
voru líkt og áður eftir hann og Gröndal.
Næsta ár komu Ný félagsrit ekki út. Það gekk ekki alltaf
þrautalaust að kalla saman fund í félaginu. Varðveist hefir bréf til
Jóns frá Magnúsi Stephensen 4. febrúar 1868. Þar segir:
Það vill svo óheppilega til, að ég er boðinn í spilasoll í kvöld, svo ég þess
vegna ekki á gott með að koma á Félagsritafundinn, en samt mundi ég
hafa gjört það, hefði Sigurður Jónasson ekki beðið mig að tilkynna yður,
að hann gæti ekki komið, og ekki er að búast við Þorvaldi. Annars get ég
vel komið niður á bókaloft á morgun; þar verður Sigurður víst líka.8
Jón Sigurðsson boðaði til fundar 26. febrúar 1868 „í herbergjum
Bókmenntafélagsins á Amalíuborg til þess 1, að ráðgast um út-
búnað á 26. ári Félagsritanna: 2, að kjósa fimm menn í forstöðu-
nefnd.“ Fundarboðið var dagsett 22. febrúar og tilkvaddir félags-
menn voru ellefu að tölu. Það voru Magnús Stephensen, Sigurður
Jónasson, Steingrímur Thorsteinsson, Ásgeir Ásgeirsson, Hall-
grímur Sveinsson, Júlíus Havsteen, Karl Andersen, Magnús Ei-
ríksson, Sigurður Hansen, Skafti Jósepsson og Skúli Nordal.
Árið 1869 lifnuðu Ný félagsrit við að nýju. Boðað var til fund-
ar 18. febrúar „í húsum matsölumanns Schwalbe á horninu á Litlu
konungsgötu og konungs nýja torgi á 1. sal (uppi yfir Mini) til
þess: 1. að ráðgast um útbúnað á 26. ári Félagsritanna. 2. að kjósa
fimm menn í forstöðunefnd." Fundarboðið var dagsett 14. febrú-
ar og undir voru nöfn Jóns Sigurðssonar, Sigurðar Jónassonar,
Hallgríms Sveinssonar og Magnúsar Stephensen. Einungis sjö
nöfn voru á fundarboðinu og þeir sem boðuðu komu sína voru
8 JS 154 a, fol.