Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 104
326
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
inu. / Khöfn 28. mars 1852 / Oddg[eir] Stephensen".4 Jón Guð-
mundsson ritstjóri tók sæti Oddgeirs í forstöðunefndinni, en hann
sat einnig í henni árið 1849.
Næsta ár, 1853, tóku tveir eldri nefndarmenn, Grímur Thom-
sen og Jón Hjaltalín aftur sæti í nefndinni í stað Boga og Jóns
Guðmundssonar. Gísli Brynjúlfsson átti þar eitt kvæði. Árið 1854
tók Bogi aftur sæti Jóns Hjaltalíns og nú bættist Nýjum félagsrit-
um nýtt skáld, Jón Thoroddsen. Hann var tveimur árum eldri en
Grímur, f. 1818, og hafði verið áratug í Höfn við laganám en fór
heim próflaus 1850. Nú var hann kominn á ný á Hafnarslóð til að
taka próf í dönskum lögum. Hann lagði til eitt kvæði í árganginn
og bætti síðar öðru við eftir að hann var sestur að sem sýslumað-
ur í Barðastrandarsýslu.
Hinn 31. janúar 1855 boðaði Jón Sigurðsson til fundar sem
halda skyldi „í félagi voru í herbergjum bókmenntafélagsins á
Amalíuborg". Fundarefni var „að ráðgast um útbúnað á fimmt-
ánda ári „Nýrra félagsrita““ og kosning forstöðunefndar. Sú
breyting varð á forstöðunefndinni að Arnljótur Ólafsson kom í
stað Boga Thorarensens.
Ellefu félagsmenn voru boðaðir á fundinn: Gísli Brynjúlfsson,
Magnús Eiríksson, Grímur Thomsen, Árni Thorsteinsson, Jón
Finsen, Hannes Finsen, Sigurður Hansen, Stefán Thorarensen,
Arnljótur Ólafsson, Guðbrandur Vigfússon og Steingrímur Thor-
steinsson. Hann var sá eini sem ekki kom á fundinn ef marka má
fundarboðið. Þegar kosið var í forstöðunefndina fóru leikar svo
að Grímur Thomsen hlaut níu atkvæði, Jón Sigurðsson og Magn-
ús Eiríksson átta og Arnljótur sex. Gísli Brynjúlfsson var sá
fimmti í nefndinni. Það gerðist ekki oftar að annar hlyti fleiri at-
kvæði en Jón Sigurðsson þegar forstöðunefnd var valin og svo er
að sjá sem allir hinir sem boðaðir voru hafi komið á fundinn. í
þetta skipti voru kvæðin í heftinu eftir Steingrím og Gísla Brynj-
úlfsson. Steingrímur var fæddur árið 1831 og kom til Hafnar tví-
tugur og innritaðist í Hafnarháskóla í árslok 1851. Þegar Jón
Thoroddsen hélt heim til íslands vorið 1854 var sungið kvæðið ís-
4 JS 153 a, fol.