Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 198
420
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
Samruninn mikli
Með þessari grein hef ég að nokkru leyti gengist við gagnrýni
Gauta Sigþórssonar og Bergljótar S. Kristjánsdóttur á skrif mín
um íslenska menningarsögu en jafnframt viljað benda á, með litlu
dæmi, hve efnið sjálft er margbrotið. Bergljót segir í niðurlagi rit-
fregnar sinnar að það sé einkar brýnt „að mönnum, sem fást við
menningarsögu, takist að skýra tákngildi fyrirbæra án þess að
missa nokkurn tíma sjónar á þeim sviðum sem setja menningu
skorður og gera hana kleifa: Lífinu sjálfu, einkalífi og opinberu
lífi, þjóðfélagsgerðinni, stjórnkerfi, framleiðslu- og viðskiptahátt-
um og öllu sem þessu fylgir."34 Mikil ósköp, hver getur ekki tek-
ið undir þau orð? Spurningin er þó kannski frekar sú hver sé fær
um að skrifa (og lesa) slíka sögu, þar sem sérhver þáttur er settur
í samhengi við heildarumhverfi sitt, orsakir sínar og afleiðingar.
Sagan er óhjákvæmilega úrval efnisatriða, einföldun á veruleikan-
um, lítið stef úr óreiðukenndu hljómfalli tímans.
Fyrst þegar ég fór að hugsa um eignarhaldið á Islenzkri menn-
ingu Sigurðar Nordals síðla árs 1999 var töluverð umræða í fjöl-
miðlum um þá ákvörðun menntamálaráðuneytisins að veita Nýja
bókafélaginu (arftaka Almenna bókafélagsins) myndarlegan styrk
til útgáfu kennslubóka í sagnfræði handa framhaldsskólum. Var
Björn Bjarnason menntamálaráðherra gagnrýndur af Gunnari
Karlssyni prófessor í sagnfræði fyrir „að reyna að leggja sögu-
kennslu í framhaldsskólunum undir pólitíska stjórn" þar sem við-
komandi fyrirtæki væri „yfirlýst pólitískt forlag" og hefði hægri-
stefnu að leiðarljósi.35 Sjálfur hafði Gunnar gefið út fjölda
kennslubóka í sagnfræði, m.a. hjá Máli og menningu, og upplýsti
hann um þetta leyti að tveimur árum fyrr hefði Hannes Hólm-
steinn Gissurarson sent menntamálaráðherra kæru vegna einnar
slíkrar Islandssögubókar og farið jafnframt fram á að ráðherra
tæki sögukennslu í skólum til rækilegrar endurskoðunar.36
34 Bergljót S. Kristjánsdóttir, ritfregn um Hetjuna og höfundinn, s. 288.
35 „Sögunám undir pólitíska stjórn?“, viðtal F.Þ.G. við Gunnar Karlsson, Dagur,
16. nóvember 1999.
36 Gunnar Karlsson, tölvubréf sent út á Gammabrekku, póstlista Sagnfræðingafé-
lags íslands, í nóvember 1999.