Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 146
368
SIF SIGMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
hlut. ... [Þ]að sem hér er ritað er frá mér og til mín - og eg mun eigi hika
við að láta alt í ljósi. Þetta er helgidómur, sem eg á sjálfur, og eg mun
geyma hann og vernda, á meðan mér þykir vænt um hann. En þegar dag-
ar mínir eru liðnir, kunna, ef til vill, einhverjir að „gægjast inn í hið allra
helgasta".53
Hin djúpstæða sannfæring Jóns Leifs um eigið mikilvægi átti eftir
að vera honum fótakefli alla tíð og stuðla að því að hlutur hans í
umbótum íslensks tónlistarlífs varð ekki meiri en raun ber vitni.
Hann trúði jafnheitt á hæfileika sína og hann hafði lítið álit á kost-
um flestra annarra sem við tónlist fengust á Islandi. Vegna þessa
var hann erfiður í samstarfi, enda þótti hann stærilátur og fullur
hroka. Smám saman fylltist Jón því ákafri tortryggni í garð sam-
starfsmanna sinna á íslandi, sér í lagi í garð Páls ísólfssonar sem
gekk einkar vel að koma ár sinni fyrir borð. Ekkert bendir þó til
þess að velgengni Páls hafi heft frama Jóns. Þvert á móti gerði Páll
hvað hann gat til að nýta sér aðstöðu sína og koma Jóni Leifs á
framfæri, eins og komið hefur fram hér að framan. Tortryggni
Jóns í garð Páls jókst hins vegar jafnt og þétt og öll þau tækifæri
sem Páll leitaðist við að veita honum virtust fara forgörðum.
Summary
While Jón Leifs and Páll ísólfsson were without doubt pioneers of Icelandic music
in the 20th century, their opinions conflicted as to the best course towards the
reformation of Icelandic music. Their dealings with the National Radio, establish-
ed in 1930, are of considerable interest. It was clear from the outset that a large part
of the radio programming would consist of musical material. One might have
thought that this institution would be able to house the two leading musicians in
Iceland. That was not the case. The article discusses Jón Leifs’ attempts, eagerly
supported by Páll ísólfsson, to get a position at the National Radio; Páll ísólfsson’s
part in Jón Leifs’ advancement within the radio and his amenability to it; the react-
ion of the Director General of the National Radio, Jónas Þorbergsson, to the ea-
ger attempts of Leifs’ friends to find a position for him at the radio and the sacri-
fices Páll ísólfsson had to make to get Jón Leifs into the institution.
53 Lbs.-Hbs. [án númers] Gögn Jóns Leifs. Dagbók, 10. janúar 1915.