Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 96
318
GÍSLI GUNNARSSON
SKÍRNIR
Stundum er á því staglast að „ísland sé á mörkum hins byggilega
heims“. En t.d. veðurfarssveiflur ættu að koma ver við akuryrkju-
þjóðir en kvikfjárræktarþjóðir því að þær síðarnefndu eru einu
þrepi ofar í fæðupíramídanum. Islendingar með kvikfé sitt og sjáv-
arfang voru augljóslega í skárri stöðu í kólnandi veðri en margt það
fólk sem lifði nær einvörðungu á því sem óx á jörðinni. Náttúru-
hamfarir eins og jarðeldar og jarðskjálftar koma ekki síður fyrir í
þéttbýlum, frjósömum löndum en í strjálbýlum og gróðursnauð-
um. Ekki hafa hvirfilvindar þeir sem miklum óskunda valda víða
sunnar á hnettinum valdið íslendingum búsifjum. Og þótt flóð hafi
stundum leikið Skaftfellinga illa, hafa slík ósköp náttúrunnar verið
öllu skaðsamari og mannskæðari í suðlægari og þéttbýlli löndum.
Frægt er, eða ætti að vera frægt, hve Islendingar brugðust vel
við afleiðingum Vestmannaeyjagossins, því raunverulega, árið
1973. Til samanburðar eru mörg slæm dæmi, eins og jarðskjálft-
arnir á Sikiley 1968, en þá var safnað miklu fé til fórnarlambanna
sem lenti að meginhluta í vasa mafíunnar. Fé sem safnað var til
fórnarlamba jarðskjálftanna í Nicaragua á áttunda áratug síðustu
aldar lenti nær allt á erlendum bankareikningum Somozafjöl-
skyldunnar sem þá drottnaði í landinu. Raunar hefur stór hluti
þess fjár sem safnað hefur verið til hjálpar fátæku fólki víða um
heim runnið aftur til Vesturlanda á bankareikninga valdhafanna.
Að þeir telji það vera helsta hlutverk sitt að auðgast á kostnað fá-
tækustu þegna sinna, hefur hlotið sérstakt heiti á hagfræðimáli á
20. öld,predator economics, í beinni þýðingu „rándýrahagkerfi".69
Ekki reyndu ábyrgir stjórnendur Islands í harðindum að öllu
jöfnu að auðgast á vesöld almúgans, þótt kaup sumra höfðingja á
jörðum sem ódýrar voru vegna harðindanna hafi vissulega tíðkast.70
69 Sjá í þessu samhengi m.a. þessi tvö rit: Sam Vankin, „Scavengers and
Predators", Central Europe Review. Vol 2, No. 35 (16. október 2000), Tunda
Obadina, „Africa’s Crisis of Governance", Africa Economk Analysis (2000).
Vefrit.
70 Hér er um spennandi og athyglisvert atriði að ræða sem þarfnast frekari athug-
unar og gæti einnig verið þarflegt framlag til rannsókna í félagsvísindum al-
mennt. Var mikið um það að ríkismenn íslenskir reyndu að auðgast á bágind-
um almúgans í harðindum? Má flokka þá undir þá fjölmennu hópa sem nú eru
sums staðar í hagfræði nefndir predators (rándýr) eða scavengers (hræætur)?